- Advertisement -

Flokkurinn boðar meiri einkavæðingu

„En það er víðar en á fjár­mála­markaði sem ástæða er til að draga úr hlut hins op­in­bera. Nefna má mennta­kerfið sem dæmi, en þar er hlut­ur einkaaðila lít­ill og þeir hafa átt erfitt upp­drátt­ar, ekki síst í höfuðborg­inni þar sem áhugi stjórn­enda á að auka fjöl­breytni er eng­inn,“ segir í Staksteinum dagsins.

Halda má að höfundur hafi gleymt Hraðbrautinni. Þar fór innmúraður og innvígður rak einkamenntaskóla. Með skelli.

Jæja, aftur að Staksteinum: „Enn verra er ástandið í heil­brigðismál­um, þar sem ráðherra mála­flokks­ins hef­ur lagt sig fram um að þvæl­ast fyr­ir einka­rekstri, því miður með mikl­um ár­angri.“

Þarna mætast stálin stinn. Verður Viðreisn nógu stór til að taka við af Vinstri grænum? Ef svo verður, verður ekki Svandísi til að flækjast fyrir. Ekki má gleyma að í ráðherratíð Svandísar hefur skapast fullkomið neyðarástand í heilbrigðismálum. Eldar loga víða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ríkið er um­svifa­mikið víðar og þar eru tæki­færi til að veita einkaaðilum aukið svig­rúm og þar með að efla at­vinnu­líf, bæta lífs­kjör og auka svig­rúm ein­stak­lings­ins. Í þeim efn­um mun fátt ger­ast á þessu þingi en þeim mun mik­il­væg­ara að hægt verði eft­ir kom­andi kosn­ing­ar að snúa vörn í sókn í þess­um efn­um,“ segir Davíð í Staksteinunum.

Áhrif Davíðs verða sífellt minni. Nema í æðstu stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þar er hlustað og þar er lesið allt sem formaðurinn fyrrverandi segir og skrifar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: