- Advertisement -

Fólki er haldið út í kuldanum

Það kostar ríkissjóð yfir 20 milljarða þegar það er komið til framkvæmda að fullu.

 „Það verður víst ekki aftur snúið þegar meirihlutinn hefur rammað inn vilja sinn og um frumvarpið hafa verið greidd atkvæði. Við vitum nú hvernig það fer, velkist enginn í vafa um það,“ sagði Inga Sæland þegar hún tjáði sig í fjárlagaumræðunni.

„Það eru enn þá þúsundir Íslendinga sem fá útborgað langt undir 300.000 kr. í peningum. Er það sanngjarnt? Nei. Er það réttlátt? Nei. Er einhver manngæska sem felst í því að koma svona fram sína minnstu bræður og systur? Nei, það er það ekki. Það er sem sagt ekki fyrirhugað að bæta kjör þeirra lægst launuðu um nokkurn skapaðan hræranlegan hlut umfram þá lögbundnu vísitöluleiðréttingu sem á að verða á framfærslu þeirra 1. janúar 2020 um 3,5%. Lífeyrisþegum Tryggingastofnunar verður áfram haldið úti í kuldanum,“ sagði Inga og hélt áfram:

„Fjármálaráðherra hefur boðað víðtækar skattalækkanir, breytingar á skattkerfinu, þriðja skattþrepið. Eigum við að líta á það? Það kostar ríkissjóð yfir 20 milljarða þegar það er komið til framkvæmda að fullu. Framkvæmdinni hefur verið flýtt um eitt ár. Nú á að framkvæma þessa skattalækkun að fullu á tveimur árum, árið 2021 verður hún komin að fullu til framkvæmda. Sem dæmi get ég nefnt það að einstaklingur sem er með 300.000 kr. á mánuði í laun mun fá rétt um 2.450 kr. á mánuði árið 2020 vegna þessara víðtæku skattabreytinga, þessa þriðja viðbótarskattþreps. Er þetta rétt forgangsröðun fjármuna, virðulegi forseti? Flokkur fólksins segir nei.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðan sagði Inga: „Þó að það sé afskaplega gott og góðra gjalda vert að lækka skatta þá nýtist skattalækkun þriðja skattþrepsins upp allan stigann. Ég, öryrki á ofurlaunum, fæ líka þessa skattalækkun hvort sem ég hef með hana að gera eða ekki. Það er nú ekki flóknara en það. Auðvitað er sagt að hún nýtist best þeim lægst launuðu. Auðvitað. Frábært. Af hverju ekki? Það er náttúrlega vegna þess að það hlýtur að muna þann sem er með fæstu krónurnar mestu að fá eitthvað frekar en ekki neitt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: