- Advertisement -

Fólkið sem hingað kemur mun færa samfélaginu öllu góða framtíð

Gunnar Smári skrifar:

Samfélag Ég var að föndra. Þetta er aldurspíramídi landsmanna. Karlar vinstra megin, konur hægra megin. Blái hlutinn er fólk með íslenskan bakgrunn, báða foreldra íslenska. Næstur er guli hlutinn, fólk með annað foreldri af erlendum uppruna. Rauði hlutinn er svo innflytjendur, af fyrstu og annarri kynslóð, með báða foreldra af erlendum uppruna.

Þið þurfið ekki að vera sleip í lýðfræði til að sjá að þau sem halda því fram að innflytjendur séu byrði á innviðum og grunnkerfum eru stupid, stupid, stupid, eins og maðurinn sagði.

Heilt yfir er þetta heilbrigður aldurpíramíti með margt fólk á vinnualdri sem getur sinnt þörfum barna og aldraðra. Bæði bókstaflega og með sköttum.

Blái píramítinn er ekki heilbrigður. Það eru of fáir á vinnumarkaði til að standa undir umönnunarþörf hinna ungu og öldnu. Og þessi píramíti ber með sér að vandinn mun aukast með árunum, þjóð með svona aldurssamsetningu stefnir í hrörnun.

Öfugt við framtíð þjóðar sem á eins heilbrigðan aldurspíramíta og landsmenn á Íslandi. Og á meðan að landið dregur til sín fólk sem sér hér tækifæri, framtíð og öryggi mun píramídinn haldast heilbrigður. Og fólkið sem hingað kemur mun ekki aðeins finna hér öryggi og tækifæri heldur færa samfélaginu öllu góða framtíð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: