- Advertisement -

Fordæmir ofbeldi og beitingu vopnavalds

Utanríkismál „Ég fordæmi allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það er skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gasa sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verður árásum á Ísrael að linna þegar í stað,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir það mikið áhyggjuefni að tilraunir til að lægja öldurnar hafi enn sem komið er engan árangur borið. Báðir deiluaðilar beri ábyrgð og verði að vinna að því að stilla til friðar en ábyrgð Ísraels, sem hefur yfirgnæfandi hernaðarmátt, er sérstaklega mikil eins og tölur um fjölda fallinna borgara á Gasa sanna.

„Það verður að finna friðsamlega lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og hún felst í tveggja ríkja lausninni. Nú hefur enn og aftur komið hörmulegt bakslag í tilraunir til leysa þessa áratuga löngu deilu. Þá vekur það áhyggjur hve öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er vanmáttugt til að takast á við þennan ófrið. Ég tel afar brýnt að öryggisráðið beiti sér af fullum þunga í málinu,“ segir Gunnar Bragi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: