- Advertisement -

Putin taldi að ekki tæki nema þrjá eða fjóra daga að gjörsigra Úkraínu

Það var á endanum Vladimir Pútín sem fann hana, þegar hann réðst inn í Úkraínu.

Í hergrænum fatnaði og án bindis, sjónvarpsfarða eða sviðsljósa. Forseta sem talar af tilfinningu um Úkraínubúa af öllum stéttum sem hafa látið lífið í átökunum. Manneskju með raunverulegar tilfinningar. Leiðtoga úkraínsku þjóðarinnar sem lætur heiminn vita af því sem á sér stað í landi þeirra. Í dag stendur sterkt, sameinað og ósigrandi úkraínskt samfélag þétt við bak Zelenskys. Enginn í Úkraínu hefur áður séð samheldni eins og ríkir í þessum blóðsúthellingum. Hundruð þúsunda Úkraínubúa hafa gripið til vopna. Milljónir manna hafa hjálpað þeim sem standa á fremstu víglínunum og þeim sem hafa misst heimili sín. Stríðið við Rússa er orðið að stríði fólksins. Í Úkraínu hefur þjóðin yfirleitt skipst í tvennt: þau sem vilja verja sjálfstæði landsins og þau sem aðhyllast Moskvu. Þau sem tilheyra úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni og þau sem tilheyra deildum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Þau sem tala úkraínsku og þau sem trúa því að þau séu ofsótt vegna þess að þau séu rússneskumælandi. Forverar Volodymyr Zelensky leituðu að einhverri leið til að sameina þjóðina. En hvorki Leonid Kravchuk, Leonid Kuchma, Viktor Yushchenko, Viktor Yanukovych né Petro Poroshenko tókst að finna þá leið. Það var á endanum Vladimir Pútín sem fann hana, þegar hann réðst inn í Úkraínu. Brennandi hatur Úkraínubúa á Rússunum og leiðtoga þeirra hefur breytt þjóðinni í óvígan her. Í Kreml voru menn þess fullvissir að það tæki ekki nema þrjá eða fjóra daga að gjörsigra Úkraínu. Það stóðst ekki.

Úr bókinni Zelensky – ævisaga eftir Serhii Rudenko. Urður Snædal þýddi. Útgáfan. 2022. Mogginn birti fínan kafla úr bókinni. Þetta brot er fengið þaðan.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: