- Advertisement -

Rússar virði landamæri Úkraínu

Utanríkismál Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði að fullur stuðningur væri af hálfu Íslands við Úkraínu og að Rússum bæri að virða landamæri Úkraínu,“ í umræðum á fundi forseta þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem stendur nú yfir í Palanga í Litháen. Sérstakur gestur á fundinum er Olexander Turchynov, forseti úkraínska þingsins, og gerði hann á fundinum í dag grein fyrir stöðu mála í Úkraínu.

Einar minnti á að íslenski utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi Sveinsson, hefði tvívegis heimsótt Úkraínu á síðastliðnum mánuðum.Og hann lagði áherslu á að í hópi þingforsetanna væri úkraínski þingforsetinn í hópi vina. Einar gerði meðal annars að umtalsefni efnahagsmál í Úkraínu og spurði þingforsetann á hvaða hátt Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsríkin gætu stutt úkraínsku þjóðina. Úkraínski þingforsetinn sagði að hernaðarleg og tæknileg aðstoð væri það sem munaði mest um og bætti við að ef Rússar yrðu ekki stöðvaðir við landamæri Úkraínu þá héldu þeir lengra áfram.

Á fundinum er til umræðu það sem efst er á baugi í stjórnmálum og starfi þjóðþinganna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Einnig verður sérstök umræða um svæðisbundin varnarmál og stöðu efnahagsmála í Evrópu.

Forseti Alþingis flytur framsögu um stefnumótun í málefnum norðurslóða og gerir grein fyrir störfum undirbúningshóps um alheimsráðstefnu þingforseta sem fyrirhugað er að halda haustið 2015.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: