Forseti Alþingis sækir minningarathöfn og ráðstefnu í Bútsja í Úkraínu
Bréf frá Alþingi:
„Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, sækir ráðstefnu í bænum Bútsja í Úkraínu í dag þar sem þess er minnst þess að þrjú ár eru liðin frá því að Úkraínuher hrakti Rússlandsher frá bænum. Ruslan Stefanchuk, forseti úkraínska þingsins, býður af þessu tilefni þingforsetum og fulltrúum evrópskra þjóðþinga til Bútsja.
Áður en ráðstefnan hefst sækja gestir minningarstund í kirkju heilags Andrésar um fórnarlömb voðaverka rússneska hersins. Þá munu forsetar þjóðþinganna eiga fund með Volodomír Selenskí, forseta Úkraínu.“
Þú gætir haft áhuga á þessum
