- Advertisement -

Framdi SJS valdarán í geðvonskukasti?

Gunnar Smári skrifar:

„Ég reyndi að gúggla hvort það hefði áður gerst á óvissutímum að þingforseti einhvers lands hafi framið valdarán í geðvonskukasti og sent þingið heim, en fann engin dæmi. Ég ætla að leita að betur.“

Helga Vala Helgadóttir skrifar:

„Það skiptir miklu máli að Alþingi sé starfandi á tímum sem þessum. Þingið sinnir löggjafarhlutverki en ekki síður mikilvægt er eftirlitshlutverk þingsins. Við í Samfylkingunni höfum hamrað á því frá upphafi þessa Covid ástands að þingið verði að starfa og að við þingmenn verðum að eiga þess kost að spyrja ráðherra spurninga er varðar þær aðgerðir sem nú eru í gangi. Þetta er ekkert smámál, þetta er risastórt mál – risastórar aðgerðir sem hafa veruleg áhrif á allt okkar líf.

Þess vegna er óþolandi að upp komi sú staða sem forseti Alþingis hefur nú boðið upp á að inn á dagskrá sé laumað máli í bullandi ágreiningi, máli um veggjöld sem verður að fá eðlilega umræðu í þingsal. Það er val forseta að setja það mál á dagskrá og val hans að slíta fundi án þess að þingmenn fengju að spyrja ráðherra í dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir eins og samkomulag hafði verið um.

Ég er ekki viss um að allir átti sig á hvað þetta er stórt lýðræðislegt mál, en fyrir mér er þetta algjört lykilatriði. Hér á Íslandi talar ríkisstjórnin um að samráð skuli eiga sér stað í þinginu varðandi nauðsynlegar aðgerðir og það dugi. Það er ekki það sem er praktiserað og er það miður á þessum tímum. Blaðamannafundir og drottningarviðtöl koma ekki í staðinn fyrir óundirbúnar fyrirspurnir í þingsal, bara alls ekki, en þetta ástand gagnast ríkisstjórninni og því er þetta svona.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: