- Advertisement -

Framlög ríkis til flokkanna stórhækkuð

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Framlög ríkisins til stjórnmálaflokkanna stórhækkuðu í ár og urðu 648 milljónir. Síðan eiga þau enn að hækka á næsta ári eða a.m.k. um 20%.

Í ár fengju flokkarnir framlög sem hér segir: Framsókn 70,4 millj.,Viðreisn 43,9 millj. Sjálfstæðisflokkur 166 milljónir, Flokkur fólksins 45,2 millj. Miðflokkur 71,5 millj. Píratar 60,5 millj. og Samfylking 79,3 millj.

En þetta er ekki allt. Þessu til viðbótar fá flokkarnir 17 aðstoðarmenn á næstu 3 árum, sem kosta munu 250 millj. kr.

Framlögin eiga að fara hækkandi í samræmi við verðlag og launaþróun til helminga. Talið er að hækkunin nemi 40 millj næsta ár. Ofan á þetta á að bætast nýtt grunnrekstrarframlag upp á 12 millj.kr. á hvern þingflokk. Þetta kostar 96 millj. fyrir alla flokkana. Hver þingflokkur hefur nú ritara, sem þingið borgar og einnig er að sjálfsögðu greitt fyrir aðstoðarmenn þingflokkanna. Kostnaður rúmar 150 millj. á ári. Þingflokkarnir fá 17 aðstoðarmenn til viðbótar, sem þingið greiðir og úthlutar eftir þingstyrk, 8 á næsta ári, einn á hvern flokk. Að 3 árum liðnum mun þessi viðbót kosta 255 m.kr.

Þá er gert ráð fyrir að hækka það framlag sem einstaklingar og fyrirtæki mega leggja til flokka eða úr 400 þús. í 550 þús. Gengur þetta þvert á tilmæli Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu, sem lagði til, að markið yrði lækkað. Ísland hundsar tilmæli Öse.
Allir flokkar stóðu saman um hækkun framangreindra framlaga. Það er auðvelt fyrir flokkana að ná saman þegar framlög frá ríkinu eru annars vegar en ekkert samkomulag næst, ef bæta á kjör þeirra, sem verst standa í samfélaginu!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: