- Advertisement -

Framsókn: Jón opni neyðarbrautina

Allir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Jón Gunnarsson, beiti sér fyrir opnun NA/SV-flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli, neyðarbrautarinnar, svo fljótt sem verða má.

Þingmennirnir segja í greinagerð að Reykjavíkurflugvöllur gegni lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og hafi þannig verulega þýðingu fyrir samgönguöryggi þjóðarinnar. Flugvöllurinn er einnig afar mikilvægur fyrir sjúkraflug með sjúklinga af landsbyggðinni á Landspítalann. Eina hátæknisjúkrahús landsins er staðsett í Reykjavík og því er nauðsynlegt að tryggja eins vel og auðið er að leið sjúklinga af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar sé ávallt greið. Reglulega kemur upp sú staða að veðurskilyrði og færð á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar eru þannig að einungis er hægt að lenda á neyðarbraut vallarins. Í hvassri suðvestanátt er neyðarbrautin t.d. eina flugbrautin á suðvesturhorni landsins sem sjúkraflugvélar geta lent á.

Hér er þingsályktunartillagan: http://www.althingi.is/altext/146/s/0223.html

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: