„Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts er þó án nokkurs vafa viðbrögð þingflokks Sjálfstæðisflokks, sem birt voru í Morgunblaðinu í gær, við þeirri fyrirsjáanlegu kröfu að Samfylkingin fái stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu. Það er gert á grunni þess að eðlilegt sé að fundarherbergi í þinghúsinu séu nýtt í samhengi við stærð og samsetningu flokka. Þá hefur verið skipt um alla stjórnarflokka milli kosninga og við búið að þeir sem nú eru í ríkisstjórnarsamstarfi vilji vera í kallfæri við hvorn annan. Þess vegna, til að einfalda störf stjórnarflokkanna, er praktískt að þingflokksherbergi þeirra séu samliggjandi,“ skrifar Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdasstjóri þingflokks Samfylkingarinnar. „Rökin fyrir því að það eigi ekki að verða við þeirri kröfu eru þau að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf átt þetta herbergi og nýtt það í 84 ár, að það sé málað blátt og þar af leiðandi í einkennislitum flokksins og að þar hangi málverk af fyrrverandi þingforsetum hans. Fyrir vikið hafi herbergið „tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn“. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hótaði hlægjandi setuverkfalli þingmanna á vöktum í herberginu ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra um að fá að halda því á grunni einhverskonar hefðarréttar. |
Hér takast því annars vegar á praktísk krafa sett fram með yfirveguðum hætti og byggð á rökum, og hins vegar frekjukast byggt á tilfinningum, tilætlunarsemi og ranghugmyndinni um að kjósendur hafi ekki í alvöru framkallað aðskilnað milli flokks og hins opinbera með atkvæðum sínum.“ |
- Advertisement -
Miðjan
Ritstjóri Miðjunnar.