- Advertisement -

Galið fyrir fátækt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokk

Gunnar Smári:

„Á það var bent á síðustu öld að óskiljanlegt væri að fátækt verkafólk kysi Sjálfstæðisflokkinn, flokk heildsala, útgerðarmanna og annarra businessmanna. En síðan hefur flokkurinn breyst og sú stefna sem hann rekur. Í dag er það enn jafn galið fyrir fátækt fólk að kjósa þennan flokk en það er orðið jafn óskiljanlegt hvers vegna fólk, sem segist trúa á frelsi einstaklingsins og hið svokallaða einkaframtak, ætli að kjósa flokk allra auðugustu fjármagnseigendanna og allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna. Það fólk er mestu andstæðingar nýrra og smárra fyrirtækja. Þeirra markmið er að þrengja að samkeppni og innleiða hér fákeppni og einokun innan sovétkerfis hinna ríku.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: