- Advertisement -

GBS: „Mér er alveg sama um RÚV“

„Mér er alveg sama um RÚV. Ég get alveg komist af án þess,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, þegar frumvarp um einkarekna fjölmiðla var rætt í þingsal.

Ekki fer á milli mála að Gunnar Bragi er ekki aðdáandi Ríkisútvarpsins.

„Ég held líka að einkareknir fjölmiðlar séu alveg eins til þess bærir og jafnvel betur til þess bærir að gæta að lýðræðislegri umræðu, huga að því að jafnræðis sé gætt, því að ekki er það að mínu viti það sem Ríkisútvarpið gerir,“ sagði hann og ræddi einnig nefskattinn:

„Hvað viljum við gera þegar kemur að því að styrkja einkarekna fjölmiðla? Hver er besta leiðin til þess? Viljum við gera það án þess að hrófla við stofnuninni Ríkisútvarpinu? Viljum við bara láta það batterí áfram soga til sín 6.000–7.000 milljónir af þessum markaði sem fjölmiðlamarkaðurinn er, ef við tökum afnotagjöldin eða nefskattinn með? Nei, ég held að þetta séu allt of miklir peningar sem er hægt að nýta með öðrum og betri hætti,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: