- Advertisement -

Gengur ekki að Bjarni setjist í annað ráðuneyti

„Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis sem Sjálfstæðisfólk keppist við að segjast treysta, var að Bjarni Benediktsson hafi brotið hæfisreglur stjórnsýsluréttar þegar hann hlutaðist til um sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka til Hafsilfurs, í eigu föður hans. Þar er að auki um beina fjárhagslega hagsmuni hans sjálfs að ræða sem erfingja hans.

Því er eðlilegt að eftir slíkt brot á öryggisreglum stjórnsýsluréttar að Bjarni segi af sér ráðherraembætti,“ skrifaði Helga Vala Helgadóttir.

„Að sama skapi gengur það ekki að eftir slíkt brot gangi hann rakleitt inn í annað ráðuneyti. Það gengur ekki enda þarf einnig að ríkja óskorað traust til þess einstaklings sem gegnir embætti ráðherra. Það traust getur Bjarni mögulega áunnið sér með tíð og tíma en í dag og á næstu misserum er það óhugsandi og myndi ekki gerast í öðrum lýðræðisríkjum. Íslensk stjórnmál verða að standa í lappirnar og hefja sig yfir vinskap milli fólks og trúnaðarsamband. Það er of mikið í húfi,“ skrifaði hún.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: