- Advertisement -

Gölluð vara: Neytendur hafa allt að 5 árum

Neytendur Neytendastofa vill að gefnu tilefni benda neytendum á að réttur til að bera fram kvörtun vegna vöru sem reynist gölluð er 2 ár ef um er að ræða almenna vöru. Sé hins vegar um að ræða vöru sem er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla 5 ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka.

Þannig njóta neytendur ríkrar verndar samkvæmt lögum um neytendakaup og þannig geta öll úrræði í tilefni vanefnda af hálfu seljanda, s.s. afsláttur, úrbætur og riftun verið neytendum tiltæk ef upp kemur galli í vöru sem þeir hafa keypt. Hafi neytendur keypt vöru með raðgreiðslum á greiðslukorti geta þeir jafnframt borið slíkan galla fyrir sig gagnvart greiðslukortafyrirtækinu. Komi upp ágreiningur við seljanda vöru um úrlausn þá geta neytendur fengið álit hjá kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa sjá nánar vefsíðu Neytendastofu www.neytendastofa.is.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: