- Advertisement -

Grásleppukarlar í ónáð hjá ráðherra

Margir tjá sig um ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Hér eru tveir:

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður: „Merkilegt ef meirihluti þingmanna á þjóðþingi Íslendinga sættir sig við þessar stjórnarathafnir sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór hefur greinilega hleypt öllu í bál og brand við stjórn veiða og skiptir hann engu máli þó svo það hafi leitt af sér að mörg fjölskyldufyrirtæki eru í uppnámi. Ástæðan fyrir þessu skemmdarverki ráðherra virðist vera ein þ.e. að ná fram því pólitíska markmiði að kvótasetja grásleppuna, en þá girðir hann fyrir alla nýliðun í atvinnugreininni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins: „Þekkir ráðherra til veiðanna? Stoppar veiðar með nokkurra sólarhringa fyrirvara, skilaboð til grásleppunnar er að þá ekki synda í netin héðan í frá! Það tekur tíma að sækja net sem liggja í sjó ásamt afla sem í þeim er. Yfirleitt næst það ekki í einum róðri. Held að tjón vegna ráðherra sé gríðarlegt fyrir sjómenn, þessi hópur er greinilega ekki í hópi þeirra sem eru inn undir hjá ráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: