- Advertisement -

Grunnskólinn er í klakaböndum

Gunnar Smári skrifar:

Það vantar umræðu um grunnskólann, hvernig hann hefur þróast á undanförnum áratugum og hvernig áherslur stjórnvalda hafa skaðað hann. Mig grunar að tilraunir til að brjóta af honum klakaböndin á áttunda og níunda áratugnum hafi verið stöðvaðar á sautján ára menntamálaráðherratíð Sjálfstæðisflokksins frá 1991-2009. Þetta tímabil einkennist af aðgerðum til að breyta skólunum úr menntastofnunum í einskonar fyrirtækjarekstur þar sem sá sem útdeilir peningum stjórnar öllu og starfsemin miðast að hagræðingu, niðurskurði og hugmyndum um arðsemi. Menntamálaráðherrar síðan 2009 hefur ekki tekist að leysa skólann úr fjötrum, aðeins að auka við orðagjálfrið í yfirlýsingum en í raun ekki breytt neinu að ráði. Ofan á stefnuleysið bætist síðan stjórnleysið, eins og vanalega gerist (þetta eru systur). Ef þið viljið breyta þessu verðið að kjósa flokka sem hafnar nýfrjálshyggjunni alfarið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: