- Advertisement -

Guðrún gagnrýnir ríkisstjórnina harkalega

Ríkisstjórnin fær það óþvegið hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur Sjálfstæðisflokki. Ekki síst heilbrigðisráðherrar tveggja ríkisstj´órnina flokkanna þriggja.

„Krabbameinsdeildin löngu sprungin og engin lausn á borðinu“, er fyrirsögn sem birtist á Vísi í morgun. Mikið óskaplega þótti mér sorglegt að lesa þessa fyrirsögn, sérstaklega í ljósi þess að á síðasta ári ákvað Krabbameinsfélag Íslands að gefa íslensku þjóðinni tæplega hálfan milljarð sem var skilyrtur við uppbyggingu á dagdeild fyrir blóð- og krabbameinslækningar í K-byggingu Landspítala í Fossvogi. Uppleggið var að Krabbameinsfélagið myndi leggja til tæplega hálfan milljarð og ríkið kæmi með um 700 milljónir á móti. Einhverjum myndi finnast þetta vera kostaboð, að einhver sé reiðubúinn að gefa ríkinu hálfan milljarð sisvona. Því er merkilegt að vita hvað gerðist í framhaldinu. Nákvæmlega ekki neitt, sagði Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokki á Alþingi í dag.

Guðrún hélt áfram:

Í marga mánuði svaraði heilbrigðisráðuneytið ekki einu sinni Krabbameinsfélaginu. Það var ekki fyrr en um tíu mánuðum síðar að heilbrigðisráðuneytið steig fram eftir að málið hafði vakið athygli í fjölmiðlum og sagði málið komið í þarfagreiningu. Dagdeild blóð- og krabbameinslækninga hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Deildin er nú í 550 fermetrum en fyrir liggur að þörfin er um 850 fermetrar. Aðstaðan er með öllu óboðleg fyrir sjúklinga, fyrir aðstandendur og starfsfólk. Í nýjum meðferðarkjarna Landspítalans er ekki gert ráð fyrir þessari starfsemi og það eru engar áætlanir fram komnar um hvernig eigi að haga þessari starfsemi en við vitum þó að á næstu 20 árum mun þjónustan aukast um rúmlega 50%. Landspítalinn leggur til að klára K-byggingu. Sá kostnaður er um 1.200 milljónir og það væri hægt að taka bygginguna í notkun 2024. Nú er lag að bregðast hratt við því tími aðgerða er runninn upp.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: