- Advertisement -

Kafli tvö af þremur: Hæstu stýrivextir Evrópu

(Vegna jarðarfarar verður starf Miðjunnar með öðrum hætti í dag. Við munum birta úrval greina sem voru skrifaðar í tímaritið Mannlíf árið 2008, í aðdraganda hrunsins).

Seðlabanki Íslands sætir mikilli gagnrýni. Hann er með hæstu stýrivexti sem þekkjast, verðbólgan er stigvaxandi og óstöðugleikinn er mikill. Von er að gagnrýni heyrist.

„Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur í 15,5%. Vaxtahækkunin fylgir í kjölfar 1,25 prósenta hækkunar 25. mars sl. Verðbólga á fyrsta fjórðungi ársins varð 2 prósentum meiri en spáð var í nóvember sl. og horfur eru á að hún aukist enn í kjölfar þeirrar gengislækkunar sem orðið hefur á undanförnum vikum áður en hún tekur að lækka á ný. Vaxtahækkun 25. mars er fylgt eftir með þeirri ákvörðun sem nú er kynnt þar sem verðbólguvæntingar eru enn mjög miklar. Þær hafa vaxið og eru nú meiri en um langa hríð. Þær verða að hjaðna.“

Þannig hljóðaði upphaf tilkynningar Seðlabanka Íslands þegar stýrivextirnir voru hækkaðir síðast, þegar þeir urðu þeir hæstu sem þekkjast.

Þú gætir haft áhuga á þessum

 Nýtt fólk í bankann / Allt eru þetta staðreyndir. Hér er verðbólgan langt yfir viðmiðunum, vextirnir þeir hæstu sem þekkist, gjaldeyrisforðinn alltof lítill og sagt er að aðgerðarleysi og getuleysi Seðlabankans sé nánast yfirþyrmandi. Í síðasta tölublaði Mannlífs sagði Jón Baldvin Hannibalsson að það þyrfti að skipta um áhöfn í Seðlabankanum. Þessi orð hans hafa vakið athygli og fleiri hafa tekið þau upp eftir honum. Til að mynda Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands.

„Við getum ekki mikið lengur búið við afleiðingarnar af misheppnaðri peningamálastjórn Seðlabankans. Útgönguleiðin fyrir fólk og fyrir fyrirtækin sem hingað til hefur verið í því fólgin að leita eftir lánsfjármagni erlendis hefur nú lokast. Núverandi stjórn Seðlabankans hefur fengið sín tækifæri, en hefur ekki tekist að nýta þau með árangri. Það er því kominn tími til að skipta um áhöfn undir Svörtuloftum og fela stjórnina fagmönnum. Það er á ábyrgð forsætisráðherra og eðlilegast að koma slíkum breytingum til leiðar með breytingu á lögum. Við vitum ekki á þessari stundu hversu langvarandi þessi kreppa mun reynast.  Stjórn Bush Bandaríkjaforseta, sem hratt kreppunni af stað, er rúin trausti á öllum sviðum. Þangað er engra lausna að leita. Nýr forseti tekur ekki við fyrr en í byrjun næsta árs. Bandaríkin eru venjulega stjórnlaus undir lok valdatíma fráfarandi forseta og í byrjun þess næsta. Þess er því ekki að vænta að viðreisnaraðgerðir nýs forseta fari að hafa áhrif fyrr en líða tekur á næsta ár. Það er óhætt að slá því föstu að margir hafa ekki burði til þess að bíða svo lengi.  Auk þess er íslenska hagkerfið illa í stakk búið til þess að takast á við langvarandi kreppu. Veiðiheimildir í bæði þorski og loðnu hafa verið skornar niður. Það mun bitna með ærnum þunga á landsbyggðarhagkerfinu. Hagkerfið á höfuðborgarsvæðinu er enn með hitasótt eftir ofþensluna og skuldum vafið. Það má því lítið út af bera,“ sagði Jón Baldvin.

Seðlabankinn og hlutverk / Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur og forstöðukona greiningardeildar Landsbankans, er gagnrýnin á Seðlabankann. En hvað er það helst sem hún gagnrýnir. „Ég er ósátt við Seðlabankann þar sem mér þykir hann ekki hafa staðið sig í að verja fjármálaumhverfið. Hann er upptekinn við hagstjórn í stað þess að sinna því hlutverki sem Seðlabankanum var ætlað, að tryggja fjármálastöðugleika. Hann er búinn að gleyma lykilhlutverkinu.“

Það er ekki lítið, búinn að gleyma lykilhlutverkinu. Er Edda að segja að það eigi að bjarga bönkunum frekar en að berjast við verðbólguna. Hlustum á skýringar Eddu.

„Hlutverk stjórnvalda, bæði peningamála og ríkissjóðs, er að sjá til þess að umhverfi atvinnulífsins sé gott. Það snýr að löggjöf og virkni markaða. Þess vegna erum við með Samkeppniseftirlit, Fjármálaeftirlit og svo framvegis. Þess vegna erum við líka með Seðlabanka sem hefur það hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika og þar með aðgang að lausafé. Þess vegna er ég ekki viljug til að nota orðið „bjarga“. Ef bönkunum er tryggður aðgangur að lausafé og Seðlabankinn er trúverðugur sem lánveitandi til þrautavara þarf ekki að bjarga bönkunum. Það þarf hins vegar að bjarga þeim ef þessi grunnatriði eru ekki fyrir hendi. Þá verður til vandamál. Við höfum verið óviðbúin með okkar innviði. Það getur orðið til þess að það þurfi að grípa til einhverra björgunaraðgerða, ef allt fer á versta veg. Þar sem bankarnir hafa passað sig á því að auka eigið fé samhliða vextinum eru minni líkur á að það þurfi að grípa inn í þeim til aðstoðar. Þeir standast samanburð við erlenda banka hvað þetta varðar. Bankarnir eru undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins, þeir gefa Seðlabankanum skýrslur og þeir fylgja þeim reglum sem eru í kerfinu. Eignir bankanna eru tífalt meiri en landsframsleiðslan, en þetta hlutfall var tvöfalt fyrir nokkrum árum. Því segir sig sjálft að Seðlabankinn þarf að haga sér allt öðruvísi nú en hann gerði áður. Treysti hann sér ekki til þess verður hann að gera athugasemdir við bankana og jafnvel hvetja þá til að fara úr landi með sína starfsemi.“

Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stærð bankanna mikla.

„Hlutverk stjórnvalda, bæði peningamála og ríkissjóðs, er að sjá til þess að umhverfi atvinnulífsins sé gott. Það snýr að löggjöf og virkni markaða. Þess vegna erum við með Samkeppniseftirlit, Fjármálaeftirlit og svo framvegis. Þess vegna erum við líka með Seðlabanka sem hefur það hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika og þar með aðgang að lausafé."
„Hlutverk stjórnvalda, bæði peningamála og ríkissjóðs, er að sjá til þess að umhverfi atvinnulífsins sé gott. Það snýr að löggjöf og virkni markaða. Þess vegna erum við með Samkeppniseftirlit, Fjármálaeftirlit og svo framvegis. Þess vegna erum við líka með Seðlabanka sem hefur það hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika og þar með aðgang að lausafé.“

„Fjármálageirinn hér er hlutfallslega stór. Á efnahagsreikningi þjóðarinnar vegur fjármálageirinn því sem nemur fimm til 6,5 sinnum landsframleiðslu. Hluti af þessu eru okkar skuldir erlendis og langstærsti hlutinn, um fimm milljarðar, eru skuldir sem eignir standa á móti, fjárfestingar. Þar eru fjárfestingar atvinnulífsins og af útlánum bankanna, fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Á móti þessum fjárfestingum standa skuldir. Segjum þetta vera fimm sinnum landsframleiðsluna og segjum eignir ávaxtast um tvö prósent umfram vexti skulda á ári, það er um tíu prósent af landsframleiðslunni. Útflutningur af sjávarafurðum er innan við tíu prósent. Þessar eru stærðirnar. Þegar er uppgangstími þá er þessi ávöxtun ekki tvö prósent, kannski fjögur eða meira, þá koma inn í þjóðartekjurnar önnur tíu prósent, eða jafnvel meira. Þannig hefur þetta verið síðustu ár. Þetta hefur ekki verið skráð almennilega inn í hagtölurnar. Svo kemur mínus núna þá fer þetta í mínus. Breytingarnar á þjóðartekjunum eru gífurlegar. Þetta er sambærilegt við það að sjávarútvegurinn myndi koma og fara.“

Tekjur samfélagsins af bönkunum og útrásinni hafa verið miklar. Þess vegna er mikils virði að þeir hrekist ekki úr landi. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur líka skoðað þetta.

„Málið er að við sem aðrir verðum að velta hlutunum fyrir okkur. Aðstæður breytast. Bankakerfið er annað og stærra en var og það er forgangsverkefni að hlúa að því. Ef Seðlabankinn hefði ekki hækkað vextina svona værum við ekki í þessari erfiðu stöðu. Gott og vel. En hvað getum við gert til framtíðar? Það er alveg sama hvað við ætlum að gera; halda krónunni, taka einhliða upp annan gjaldmiðil, tengjast öðrum gjaldmiðli, ná samningi við Evrópusambandið um notkun evru eða gerast aðilar að myntbandalaginu. Við verðum alltaf að byrja á því sama. Við verðum að ná stöðugleika. Við verðum að ná niður verðbólgunni, lækka vextina, halda stöðugu gengi og ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Það sem við leggjum til alveg hiklaust er að gerður verði nýr samningur milli ríkisins og Seðlabankans um að uppfylla Maastricht-skilyrðin um aðild að myntbandalaginu. Þá verða báðir aðilar að leggja sitt af mörkum og auðvitað þurfa aðilar vinnumarkaðarins og sveitarfélögin einnig að koma hér að málum. Þetta mun taka nokkurn tíma en að því loknu getum við haldið skilyrðin og þá verðum við komin í allt aðra og betri stöðu.“

Krónan er erfið / Friðrik J. Arngrímsson efast ekkert um þýðingu þess að bankarnir gefist ekki upp og fari. Sjálfviljugir eða ekki.

„Krónan er örmynt. Það vita allir. Það blasir við að við verðum að gera margt til að halda í bankana. Það er okkur gríðarlega mikilvægt. Í dag er það eitt helsta verkefni íslenskra stjórnmála. Það má ekki leggjast gegn því að þeir geri upp eða skrái hlutafé sitt í öðrum myntum.  Þá er brýnt að skoða hvort við getum tekið upp aðra mynt án þess að ganga í Evrópusambandið. Ég vil skoða það af alvöru. Hins vegar er það svo að það er engin allsherjarlausn. Áfram verðum við að geta framleitt hér á landi. Og við megum ekki gleyma að hugsa um hver væri staða okkar í dag ef við værum með evruna? Um fjörutíu prósent af því sem sjávarútvegurinn selur er selt í evrum. Evran er mjög sterk og staðan væri líka erfið fyrir okkur í sterkri evru. Gengi evrunnar mun aldrei ráðast af stöðu íslensks efnahagslífs en það fylgja því ýmsir kostir að vera með stærri mynt. Það má hins vegar ekki vera með tálsýnir. Álið er selt í dollar og hver væri staða margra framleiðslugreina ef við værum með sterka evru? Þá værum við í sömu stöðu og með sterka krónu. Útflytjendur innan Evrópusambandins eiga í vanda vegna þess hversu sterk evran er. Umfram allt verðum við að afla meira en við eyðum. Þessu þarf að snúa við.Við höfum eytt meiru en við öflum. Hver ætlar að borga mismuninn? Það borgar hann enginn fyrir okkur hvorki Evrópusambandið né aðrir,“ segir Friðrik.

Nú beinast sjónir allra að krónunni. Ólöf Nordal, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sagði í blaðagrein: „Íslenska krónan er lítill gjaldmiðill og veikleikar lítillar myntar koma hvað skýrast í ljós þegar þrengir að á alþjóðavísu. Hættan er alltaf sú að hægt sé að spila á smáan gjaldmiðil og fyrir fyrirtæki í alþjóðarekstri getur hún reynst fyrirstaða. En það er afar óskynsamlegt að kasta krónunni þegar harðnar á dalnum og leita að fljótlegustu lausninni sem í huga margra er upptaka evru. Það getur vel verið að við munum sjá hag í því að taka upp evru en það verður að vera um leið og horft er á inngöngu í Evrópusambandið með öllu sem því fylgir. Slíka ákvörðun verða menn að taka þegar jafnvægi er komið á þjóðarbúskapinn.“

Félagi hennar í þingflokki Sjálfstæðisflokks, Bjarni Benediktsson, sagði í samtali við Mannlíf að vextirnir væru helsta verkefnið: „Stýrivextir eru alltof háir og horft er ákveðnar til Seðlabankans en áður í von um að breytingar verði á. Peningar kosta of mikið. Ég lít á það sem forgangsatriði hjá okkur að lækka vexti. Gera verður hvaðeina sem þarf til að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkun. Það er líka mikilvægt á óvissutímum að það komi skýrar línur frá stjórnvöldum um þær aðgerðir sem gripið verður til, til að stýra okkur út úr aðsteðjandi vanda. Það er ekkert öðruvísi hér en annars staðar,“ sagði Bjarni.

„Við þurfum að hætta að vera í rússíbananum. Þeir sem eru í sömu starfsgrein og ég í löndunum hér nærri, þeir standa ekki frammi fyrir þessu."
„Við þurfum að hætta að vera í rússíbananum. Þeir sem eru í sömu starfsgrein og ég í löndunum hér nærri, þeir standa ekki frammi fyrir þessu.“

Lausna leitað, eða hvað? / Viðmælendum Mannlífs fallast nánast hendur þegar rætt er um núverandi stöðu. Gunnar Rafn Birgisson, framkvæmdstjóri Atlantik segir: „Við þurfum að hætta að vera í rússíbananum. Þeir sem eru í sömu starfsgrein og ég í löndunum hér nærri, þeir standa ekki frammi fyrir þessu.“ Sumir þeirra búa við hátt gengi og aðrir lágt. En þar er ekki verið að gera atvinnulífinu erfitt fyrir með sveiflum eins og við búum við. Stjórnendur landsins og Seðlabankans sögðu 2002 að nú væri krónan komin á flot, lyti markaðslögmálum, og allir yrðu að aðlaga sig að þeim raunveruleika. Tíminn síðan þá hefur verið okkur erfiður, háa gengið virkar þannig. Nú hefur gengið lækkað og þá er talað um kreppu. Þegar það var á hinn veginn, var það bara frjáls markaður, eðlilegt ástand.“

Gunnar Rafn segist fullþreyttur á þessu. „Ég vil frekar búa við sterkt gengi og litlar sveiflur en lágt gengi og miklar sveiflur. Fyrir minn rekstur var kreppa 2003 þegar gengið var sem hæst. Almennar umræður tóku ekki tillit til þess. Nú er kreppa hjá öðrum og þá tala allir um það. Hinar hefðbundnu útflutningsgreinar eiga að njóta ástandsins sem nú er, það er þar til holskefla hækkana hrynur yfir. Við þurfum stöðugleika. Ef við þurfum að taka upp evruna eða ganga í Evrópusambandið til að ná stöðugleika þá verðum við að ræða það af alvöru.“

Er krónan of há? / Gunnar Rafn Birgisson hjá Atlantik sagði: „Ef við þurfum að taka upp evruna eða ganga í Evrópusambandið til að ná stöðugleika þá verðum við að ræða það af alvöru.“ Honum sem fleirum þykir fullreynt með krónuna, hún virkar ekki.

„Það er óeðlilegt að keyra á undirstöðurnar með þessum hætti og á endanum bitnar það á öllum. Við vorum tilbúnir að lifa við sterkt gengi tímabundið til að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið, en hvað hefur gerst? Seðlabankinn hefur hækkað vextina upp úr öllu valdi, fjármagn hefur streymt hingað á fölskum forsendum þar sem menn eru að sækja í vaxtamuninn. Svona spilaborg er dæmd til að hrynja og skellurinn verður enn þá meiri fyrir bragðið.  Ég er sannfærður um að ef Seðlabankinn hefði ekki keyrt svona á gengið með vaxtahækkunum og valdið þessum miklu gengissveiflum væri staða okkar mun betri en nú er. Seðlabankinn telur sig vera að byggja upp trúverðugleika með aðgerðum sínum en hefur í raun komið óorði á Ísland sem er flokkað með löndum sem við viljum ekki líkjast í efnahagslegu tilliti. Hefði gengisvísitalan dólað öðru hvorum megin við 130 síðustu ár væri staðan önnur og betri. Nú er gengisvísitalan rúm 140 stig sem telja má í jafnvægi og allt er að fara á límingunum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson.

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, segir gengið hafa lengi verið of hátt og hann  telur það enn vera of hátt, þrátt fyrir þá gengislækkun sem hefur orðið á þessu ári. Sjá nánar í viðtali við Þorvald á blaðsíðu 44.

Getum við lækkað vextina? / Háir vextir eru erfiðir og þeir bitna á mörgum. „Sú staðreynd að margir í atvinnulífinu kvarta sáran undan háum stýrivöxtum sýnir að þeir bíta. En þeir bíta ekki nóg,“ segir Þorvaldur Gylfason. Þegar samtalið við Friðrik J. Arngrímsson sneri að Evrópusambandinu sagði hann okkur geta lækkað matarverð og lækkað vexti: „Við ráðum yfir þeim.“

„Hvers vegna hækka Indverjar ekki launin og útrýma fátækt?“ sagði Edda Rós um hugmynd Friðriks J. Arngrímssonar um lækkun vaxta. „Það er sjaldan sem hægt er að finna auðvelda og þægilega leið út úr fátækt og efnahagslegum óstöðugleika. Ef svo væri, væri stöðugleiki og velmegun um allan heim.“

„Hættan við tillögurnar um hraða lækkun vaxta er að horft er fram hjá mögulegum áhrifum á trúverðugleika Íslands til framtíðar og þeirrar efnahagsstefnu sem hefur verið rekin. Við höfum lagt áherslu á að alþjóðavæða kerfið til að fá útlendinga til að fjárfesta hér og fjármagna viðskiptahallann. Við höfum fengið peninga að láni og þessir aðilar hafa verið viljugir til að lána okkur vegna þess að við fylgjum vestrænum leikreglum, erum með stofnanir sem virka eins og á Vesturlöndum, í fjármálalífinu erum við í raun með lög Evrópusambandsins. Hluti af því að vera vestræn er að fylgja þeirri efnahagsstefnu sem við segjumst vera að fylgja, líka þegar það er verulega óþægilegt. Við segjumst fylgja verðbólgumarkmiði og í því felst yfirlýsing um að Seðlabankinn beiti vaxtatækinu þegar verðbólguhorfur versna. Erlendir aðilar treysta þeirri yfirlýsingu þegar þeir reikna út mögulegan hagnað af því að fjárfesta hér á landi og ef í ljós kemur að stjórnvöld treysta sér ekki til að fylgja yfirlýstri stefnu þegar að kreppir, er hætta á að þeir hverfi frá um langa hríð.“

„Við getum lækkað vextina. Seðlabankinn hefur verið að hækka þá og hefur hækkað þá meira en eðlilegt er. Þessar hækkanir hafa verið misráðnar. Vaxtastigið er svo hátt að það er ótrúverðugt. Með þessu erum við komin út fyrir allan trúverðugleika. Ég held að meiri vaxtamunur en tvö til þrjú prósent, milli Íslands og evrusvæðisins, sé tilgangslaus,“ segir Vilhjálmur Egilsson.

En ef við lækkum vextina köllum við yfir okkur þenslu og óáran.

„Það yrði að gera þetta í hröðum áföngum, í fyrir fram ákveðnum ferli.“

En ef ekki strax, hvenær er raunhæft að búast við að hægt verði að lækka vextina?

„Ég geri ráð fyrir að við getum lækkað vexti síðar á árinu en aðstæður til þess verða að skapast. Við horfum núna á stórt verðbólguskot og ég geri ráð fyrir að í sumar verði verðbólgan meiri en hún hefur verið í átján ár, alveg frá því við náðum henni niður eftir þjóðarsáttarsamningana. Að því gefnu að krónan styrkist þá fer verðbólgan yfir tíu prósent í sumar. Ef krónan verður áfram veik þá fer verðbólgan í þrettán til fimmtán prósent. Það er ekki eins einfalt og margir halda að ná henni niður aftur. Þetta verður erfitt og það er engin einföld lausn út úr þessu. Ég vara við að við tölum í einföldum lausnum. Ástandið snýr núna að falli krónunnar og erfiðum fjármagnsskilyrðum erlendis. Það háir fjármálakerfinu hér heima að vera með þennan litla gjaldmiðil og hafa ekki aðgang að lausafjárfyrirgreiðslu í erlendri mynt hjá Seðlabankanum. Það veldur meiri sveiflum en annars væri,“ segir Edda Rós.

Krónan virkar ekki / Staða krónunnar er veik. Hún gengur ekki sem gjaldmiðill í viðskiptum við útlönd. Og þá ekki sem bakland íslensku bankanna. Þess vegna vantar enn meiri gjaldeyri, til að auka trúverðugleika okkar út á við. Seðlabankinn hefur farið sér hægt, eða jafnvel verið í kyrrstöðu ólíkt því seðlabankar annarra landa hafa gert.

Edda Rós Karlsdóttir nefnir banka í nokkrum löndum, svo sem Sviss, Bandaríkjunum, Japan og fleiri löndum, sem eru með sterka alþjóðlega heimamynt og hafa því aðgang að lausafé í myntum sem allir taki gilda.

„Samt hafa seðlabankar þessara landa gert gjaldeyrisskiptasamninga til að tryggja að þeirra bankar hafi alltaf aðgang að lausafé. Það hefur okkar Seðlabanki ekki gert þrátt fyrir að vera með gjaldeyri sem hvergi er gjaldgeng mynt. Grípa hefði átt til aðgerða til að mæta þessu um leið og vísbendingar bentu til þess hvert stefndi í alþjóðlega fjármálakerfinu. Svo ég tali ekki um eftir að þessi stóru lönd gerðu samninga sín á milli í desember. Þá áttu menn hér á landi alla vega að átta sig á stöðunni. Nú er verið að skoða þessi mál en það er ekki hlaupið að því fyrir pínulítið land að fá svona fyrirgreiðslu hjá stóru bönkunum.“

„Ég sá þetta fyrir. Ég skrifaði um þetta 1999 og lagði þá til að gjaldeyrisforðinn yrði aukinn. Því var ekki sinnt fyrr en 2006. Þá tók ríkissjóður lán í útlöndum til þess að tvöfalda forðann. Það dugir þó hvergi, það þyrfti að margfalda gjaldeyrisforðann. Mér finnst málflutningur formanns bankastjórnar Seðlabankans að undanförnu vitna um að hann hafi ekki næman skilning á eðli fjármálamarkaða, en þeir virka þannig að fjármálafyrirtæki og vogunarsjóðir, stundum jafnvel einstakir auðmenn, nýta sér eðlilega tækifæri sem gefast til að gera áhlaup á gjaldmiðla sem standa veikt.“
„Ég sá þetta fyrir. Ég skrifaði um þetta 1999 og lagði þá til að gjaldeyrisforðinn yrði aukinn. Því var ekki sinnt fyrr en 2006. Þá tók ríkissjóður lán í útlöndum til þess að tvöfalda forðann. Það dugir þó hvergi, það þyrfti að margfalda gjaldeyrisforðann. Mér finnst málflutningur formanns bankastjórnar Seðlabankans að undanförnu vitna um að hann hafi ekki næman skilning á eðli fjármálamarkaða, en þeir virka þannig að fjármálafyrirtæki og vogunarsjóðir, stundum jafnvel einstakir auðmenn, nýta sér eðlilega tækifæri sem gefast til að gera áhlaup á gjaldmiðla sem standa veikt.“

„Ég sá þetta fyrir. Ég skrifaði um þetta 1999 og lagði þá til að gjaldeyrisforðinn yrði aukinn. Því var ekki sinnt fyrr en 2006. Þá tók ríkissjóður lán í útlöndum til þess að tvöfalda forðann. Það dugir þó hvergi, það þyrfti að margfalda gjaldeyrisforðann. Mér finnst málflutningur formanns bankastjórnar Seðlabankans að undanförnu vitna um að hann hafi ekki næman skilning á eðli fjármálamarkaða, en þeir virka þannig að fjármálafyrirtæki og vogunarsjóðir, stundum jafnvel einstakir auðmenn, nýta sér eðlilega tækifæri sem gefast til að gera áhlaup á gjaldmiðla sem standa veikt. Það má líkja þessu við sléttur Afríku. Villidýrin stökkva frekar á halta sebrahesta sem eiga erfiðara með að komast undan. Þannig ganga þessi viðskipti fyrir sig og kostirnir við þessa viðskiptahætti eru þeir að í þeim felst aðhald, skýr skilaboð til stjórnvalda, á hverjum stað, um að þau verði að gæta sín við hagstjórnina heima fyrir þannig að þau útsetji ekki gjaldmiðlana sína fyrir áhlaupi. Það er eins og gömul verndarsjónarmið hér heima hafi sannfært menn um það að þeir þyrftu ekki að varast þetta. Þegar fréttist að erlendir vogunarsjóðir geri áhlaup á krónuna er litið á það sem móðgun. Þeim sem halda utan um sjóðina ber að leita eftir að græða sem mest,“ segir Þorvaldur Gylfason prófessor.

Erfið staða / Að því sem sagt hefur verið í þessum kafla og þeim á undan, um fortíðina og nútíðina, má draga þá ályktun að við höfum ekki gert nóg til að verjast breyttu umhverfi. Fjármálafyrirtækin eru orðin það stór og afgerandi að það verður að haga allri vinnu með öðrum hætti en gert hefur verið. Viðmælendur Mannlífs hafa nefnt mörg dæmi um það. Þeir hafa bent á að það sem kallað er tilraun, það er verðbólgumarkmiðið, hafi ekki gengið eftir. Hér eru allir mælar í botni og samkvæmt spám Seðlabankans er ekkert lát á því á næstunni. Verðbólga vex, íbúðaverð hrynur og önnur teikn um vaxandi vanda er að finna í orðum Seðlabankans.

Hér á eftir er kafli um framtíðina. Þar er Evrópusambandið og evran ráðandi.

  Höfundur: Sigurjón Magnús Egilsson.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: