- Advertisement -

Hættum þessum feluleik

Ásthildur Lóa Þórhallsdóttir Flokki fólksins um Lindarhvolslönguvitleysuna:

Hér er að teiknast upp alveg furðulegur pólitískur farsi þar sem verið er að taka fyrir Lindarhvolsskýrsluna sem enginn er búinn að vera að biðja um á undanförnum vikum, mánuðum og árum, nema meiri hluti nefndarinnar núna, enda er hún löngu lesin og búið að skoða hana. En svo á að ræða hana með einmitt þessum setta ríkisendurskoðanda, án þess að hann megi tala um sína niðurstöðu. Þetta er náttúrlega bara svo yfirgengilega fáránlegt að það nær ekki nokkurri einustu átt. Við þurfum bara að opinbera þetta mál. Við þurfum að hætta þessum feluleik og fara að ræða um þessa hluti eins og þeir eru vegna þess að þjóðin á rétt á að fá að vita hvað þarna gekk á. Burt séð frá því hef ég virkilegar áhyggjur af þeirri stöðu sem verið er að setja settan ríkisendurskoðanda í þegar hann mætir þarna og má ekki svara. Hvernig á hann eiginlega að fara að þessu? Hvað ef hann fer yfir strikið og segir eitthvað sem má ekki segja? Hvernig í ósköpunum á þetta að vera?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: