- Advertisement -

Hámark vitleysunnar?

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfultrúi skrifaði þetta:

„Hámark vitleysunnar í tengslum við mál Borgarskjalasafnsins var einmitt sú að niðurlagningin var rökstudd sem sparnaðaraðgerð og meira að segja reiknað út hversu mikilir peningar myndu sparast – en í leiðinni viðurkennt að væntanlega hlyti ríkið að hækka gjaldskránna ef skjalasafninu væri hent í kjöltu þess. Minnihlutinn spurði þá hvort það væri þá kannski ekki skynsamlegra að spyrja fyrst hver sú hækkun gæti orðið áður en ákvörðunin yrði tekin? Slíkt mátti ekki ræða.

Það væri nú til að kóróna allt ef borgin endaði á að greiða meira fyrir skjalavörsluna eftir breytingu en fyrir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: