- Advertisement -

Hanna Katrín gefur Kristjáni engin grið

Hanna Katrín ýtir enn við Kristjáni

„Talandi um skýrslur. Það er þessi frá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra, um eignarhald stærstu útgerðarfyrirtækja í íslensku atvinnulífi, um ítök þeirra stóru útgerðarfyrirtækja sem hér sækja sjó, í náttúruauðlind okkar Íslendinga allra, og ítök þeirra í íslensku samfélagi í gegnum fjárfestingar í íslensku atvinnulífi, í fyrirtækjum sem ekki eru starfandi eða tengd sjávarútveginum. Nú er ég, og við sem báðum um þessa skýrslu, búin að bíða í um hálft ár og það er lítið sem ekkert að frétta,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson á Alþingi í dag.

„Þó þetta, sem ég vona að sé ekki rétt, sem ég hef spurnir af úr ráðuneytinu, að vinnan sé ekki hafin, að enginn kannist við þá vinnu sem þar á að hafa átt sér stað. Ég óska liðsinnis hæstvirts forseta sem hefur gripið inn í a.m.k. einu sinni, til að upplýsa um það hvenær við fáum þessa skýrslu, ef ekki nákvæmlega þá hver staða vinnunnar er,“ sagði hún.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: