- Advertisement -

Happafengur útgerðarinnar

 

Það virðist vera happafengur fyrir útgerðina að Kristján Þór Júlíusson sitji í stóli sjávarútvegsráðherra. Staksteinar Moggans minnast óbeint á þetta í dag þar sem vitnað er til Kristjáns Þórs og Heiðrúnar Lind Marteinsdóttur, sem er framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækjanna.

„Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur boðað frum­varp í haust um veiðigjöld þar sem „kerfið í nú­ver­andi mynd end­ur­spegli ekki nægi­lega vel af­komu grein­ar­inn­ar“, eins og ráðherr­ann orðaði það í viðtali við Morg­un­blaðið,“ segir í Staksteinum.

Staksteinar segja að Kristján Þór segja „….rétti­lega þann galla á nú­ver­andi kerfi að álagn­ing sé fjarri tekj­um í tíma. Þetta þýðir að þegar gjöld­in eru greidd get­ur rekstr­ar­um­hverfi grein­ar­inn­ar verið allt annað en þegar fisk­ur­inn var veidd­ur og seld­ur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta kem­ur sér að sjálf­sögðu illa eins og dæm­in sanna, en ekki er síður til að valda erfiðleik­um hve gríðarlega há veiðigjöld­in eru orðin.“

Höfundur Staksteina og ráðherrann eru á einu máli að ekki sé hægt að ætlast til þess af útgerðinni að leggja fyrir vitandi vits að gjalddagi sé ekki kominn. Það er lagt á lífeyrisþega sem eru hiklaust hýrudregnir hafi þeir fengið ogfreitt frá Tryggingastofnun.

Jæja, hvaða tilvitnanir finnur Mogginn í framkvæmdastjóra útgerðanna:

„Í sam­tali við Morg­un­blaðið benti Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, til dæm­is á að sum­ar teg­und­ir væru ekki full­nýtt­ar og stór þátt­ur í því væri hátt veiðigjald. „Þegar gjaldið er orðið þannig að það borg­ar sig ekki að sækja og gera virði úr ein­stök­um teg­und­um, þá hef­ur aug­ljós­lega verið gengið of langt,“ sagði hún.“

Þetta er ekki allt, alls ekki:

„Heiðrún Lind benti á að end­ur­skoða þyrfti þær ákv­arðanir sem tekn­ar hefðu verið um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi. „Þegar veiðigjaldið er orðið næst­stærsti kostnaðarliður­inn í út­gerð, á eft­ir launa­kostnaði, þá krefst sú staða aug­sýni­lega end­ur­skoðunar,“ sagði hún.“

Nýjustu viðskipti og arðgreiðslur í sjávarútvegi geta ekki aukið samúð með þjóðarinnar með útgerðinni. Alls ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: