- Advertisement -

Háttarleg útgerðarinnar kallar á opinbera rannsókn

Ég spyr, hvernig má þetta vera.

„Að hugsa sér að Alþingi skuli láta það átölulaust að nánast allar stórútgerðir á Íslandi hafi stofnað sölufyrirtæki erlendis sem gengur út á það að selja sjálfum sér fiskinn til þessara sölufyrirtækja sem þeir eiga sjálfir og síðan selja þeir hann áfram til þriðja aðila,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og frysti varaforseti ASÍ.

„Að hugsa sér að einu gögnin eftir mínum upplýsingum sem opinberu aðilar hér á landi fá er fiskverðið sem þeir selja sjálfum sér til sölufyrirtækja erlendis sem þeir eiga sjálfir. Það virðist liggja fyrir að enginn viti síðan hvaða fiskverð útgerðin selur afurðirnar frá sér til þriðja aðila frá þessum sölufyrirtækjum sem útgerðarmenn eiga erlendis.

Ég spyr, hvernig má þetta vera og er það virkilega raunin að enginn eftirlitsstofnun á Íslandi hefur eftirlit með þessum sölufyrirtækjum sem eru í eigu stórútgerðarinnar sem hefði það hlutverk bera saman fiskverðið sem þeir selja til sölufyrirtækjanna og síðan áfram út á markaðinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Finnst sjávarútvegsráðherra og íslenskum stjórnmálamönnum þetta virkilega eðlilegt að útgerðarmenn geti stofnað sölufyrirtæki erlendis í þeim eina tilgangi að selja sjálfum sér.

Það er morgunljóst að þetta mál kallar á opinbera rannsókn og ég skora á Alþingi Íslendinga að vaka í þessum málum er lýtur að verðlagsmálum í íslenskum sjávarútvegi.

Nú verður stjórnmálamenn að taka þjóðarhagsmuni fram yfir hagsmuni útgerðaelítunnar á Íslandi og það þótt fyrr hefði verið!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: