- Advertisement -

Hausinn á okkur, hann er veröldin

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Byggjum fangelsi. Flott, góð hugmynd. En ubbsíbofsí, það vantar pening til að reka það. Við erum búin að lækka svo skatta á fyrirtækja- og fjármagnseigendur að við eigum ekki krónu eftir, ríka fólkið tók allt. Hvað gerum við þá? Humm, verðum við ekki bara að loka fangelsi til að opna fangelsi. Já, þú meinar, það hljómar snjallt. Getum við þá ekki lokað nokkrum skólum til að efla menntakerfið? Jú, örugglega. Það gengur allt upp í hausnum á okkur. Og hausinn á okkur, hann er veröldin.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: