- Advertisement -

Heilbrigðiskerfið og konur með krabbamein

  „Þetta er til skammar, herra forseti.“

Þorsteinn Sæmundsson hóf ræðu sína svona:

  • „Í 1. gr. laga um réttindi sjúklinga segir, með leyfi forseta: „Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“
  • Í 3. gr. segir, með leyfi forseta: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.“
  • Í 5. gr.: „Sjúklingur á rétt á upplýsingum um heilsufar, þar á meðal læknisfræðilegar upplýsingar um ástand og batahorfur …“

Næst sagði Þorsteinn: „Mig langar, herra forseti, að máta þessi lagaákvæði inn í sögu konu sem 1. október síðastliðinn fór í brjóstamyndatöku og leghálsskoðun. Um miðjan nóvember fékk hún tilkynningu um að leghálssýni væri ekki eðlilegt og hún fékk beiðni um að fara inn á .is síðu til að komast að þeim upplýsingum. Hún fór í aðra rannsókn 16. desember síðastliðinn og sýni úr þeirri rannsókn var sent til Danmerkur. 22. febrúar síðastliðinn fær hún úrskurð um að hún sé með svokallaða HPV-greiningu og þurfi því á enn annarri rannsókn að halda. Hún fór í enn eina rannsóknina 8. mars síðastliðinn og sýni var tekið og sent til Danmerkur.

Nú verð ég að spyrja hvort þessi saga passar inn í lagarammann sem ég fór yfir áðan. Og ég verð að spyrja hvort þessi saga, vegna þess að hún er ein af þúsundum, herra forseti, og þúsundir annarra séu grundvöllur fyrir umboðsmann Alþingis til að hefja frumkvæðisrannsókn á viðskiptum kvenna sem greinst hafa með frumstig leghálskrabbameins og heilbrigðisráðuneytisins. Þetta er til skammar, herra forseti.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: