- Advertisement -

Hroki á heimsmælikvarða

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Veiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins er í sjálfu sér hrein og klár vitleysa…

Svar Svandísar Svavarsdóttur við furðulegri fyrirspurn Sigmundar Davíðs um geymslu á veiðiheimildum í makríl, er um margt merkilegt. Svarið er í stuttu máli á þá leið að Íslendingar séu bestir í heimi í að stjórna fiskveiðum, en aðrir eru óábyrgir fávitar. Veiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins er í sjálfu sér hrein og klár vitleysa en hún byggir að mestu á eggjatalningu á 3 ára fresti á takmörkuðu hafsvæði.

Fyrirspurn Sigmundar er meira en lítið undarleg en á henni má ráða að formaður Miðflokksins telji að hægt sé að geyma makrílinn í hafinu nánast ótakmarkað ef veiðar ganga illa eins og þær gerðu í ár. Það er svona eins ef bóndinn ætlaði að sleppa því að slá túnin eitt sumarið og fá í staðinn tvöfalda uppskeru næsta sumar. Ef ráðherra hefði haft heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi þá hefði hún gefið makrílveiðar frjálsar, strax þegar það var ljóst að þær útgerðir sem hafa yfir veiðiheimildum að ráða næðu ekki að veiða nema lítinn hluta af útgefnum veiðiheimildum.

Svandísi gerði það ekki og Sigmundi Davíð kom ekki til hugar að spyrja hvers vegna í ósköpunum öðrum var þá ekki veitt frelsi til veiðanna!

Málið afhjúpar ágætlega að þegar upp er staðið þá snýst hvorki sjávarútvegsstefna Miðflokksins né Vg um ábyrgð, þjóðarhag eða langtímahagsmuni, heldur það eitt að halda feitu svínunum í þjóðfélaginu vel feitum áfram.

https://www.althingi.is/altext/152/s/1438.html…


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: