- Advertisement -

Hvað er að frétta af Samherja?

Gunnar Smári skrifar:

Hvað er að frétta af Samherja eftir Kveik þáttinn fyrir ári. Tja, þeir eru enn að auka við hlut sinn úr fiskveiðiauðlindinni. Samherji er aðaleigandi Síldarvinnslunnar sem var að bæta enn við sig kvóta. Við það fer Samherji enn lengra fram úr hámarkshlutdeild samkvæmt lögum. Yfirvöld hafa engar athugasemdir gert við það hingað til, þegar Samherji eða Brim fara fram úr takmörkunum laganna, og munu varla gera það úr þessu. Samherji á sjávarútvegsráðherrann og flokkinn sem hann tilheyrir. Og þar með ríkisstjórnina, ríkið og þig.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: