- Advertisement -

Hvað kostar Píratinn borgina?

Stjórnmál Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram spurningar, á síðasta fundi borgarráðs, hvað það kosti Reykjavíkurborg mikið að fá Pírata að meirihlutanum í borginni.

Fyrirspurn þeirra er vægar orðuð en þetta, meiningin sú sama:
„Mikilvægt er að stjórnkerfi borgarinnar sé ekki blásið út í þeim tilgangi að skapa stöður fyrir stjórnmálamenn. Meirihluti borgarstjórnar hefur stofnað stjórnkerfis- og lýðræðisráð sem borgarfulltrúi Pírata mun veita formennsku og hefur þá verið búið til nýtt ráð í fyrsta flokki í borgarkerfinu sem hefur óljós verkefni en stofnun þess er liður í samningum um nýjan borgarstjórnarmeirihluta. Óskað er upplýsinga um áætlaðan kostnað við stofnun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Tekinn verði saman áætlaður kostnaður, svo sem launakostnaður verkefnastjóra og annarra starfsmanna sem eiga að vinna með hinu nýstofnaða ráði. Þá verði gerð grein fyrir áætlaðri aðkeyptri vinnu, húsnæðiskostnaði og öðrum rekstrarkostnaði sem reiknað er með að falli til á þessu og á næsta ári.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: