Úlfar Hauksson skrifar:
Gott og vel. En „aflareglan“ – sem Þorsteinn vísar til og Hafró styðst við – hefur ekki orðið til þess að byggja upp þorskstofninn með von um stærri veiðistofn. Þar fyrir utan vita allir að rannsóknir Hafró byggja á það mikilli óvissu að 5 til 10 þús tonna afli til eða frá á krókabáta breytir akkúrat engu þegar horft er á heildarmyndina. Auðvita verður Þorsteinn að bregðast við þessari fyrirspurn og í raun ekkert við það að athuga. Finnst mér líklegt að Þorsteinn hafi líka áhyggjur af bolfiskmeðafla í flotvörpu uppsjávarveiðiskipa sem hvergi kemur fram… hann hefur bara aldrei verið spurður. Amk rámar mig ekki í frétt þess efnis….