- Advertisement -

Hvað varð um viðhorf Sjálfstæðisflokks?

Vitfirringarnir sem á nokkrum síðustu árunum fyrir hrunið 2008 lögðu samfélagið á hliðina með græðgi sinn og heimsku eiga ekkert skylt við þessa heiðursmenn.

Ragnar Önundarson skrifar:

Jóhann Hafstein, sem var formaður Sjálfstæðisflokksins næstur á eftir Bjarna Benediktssyni hinum eldri, ritaði svo árið 1939, þá ungur maður, er hann hafði áður skilgreint grundvöll sjálfstæðisstefnunnar:

„Auðvitað er nú ekki með þessu sagt, að sjálfstæðisstefnan láti sig engu varða misskiptingu arðsins, en þetta atriði hefur aldrei verið verulega tilfinnanlegt hér á landi. En auðvitað er það eitt verkefni sjálfstæðisstefnunnar, að það skapist ekki kljúfandi djúp í þjóðlífinu milli öreiga annars vegar og auðkýfinga hins vegar. Eitt aðalmeðalið til þess, að svo verði ekki, á skattalöggjöfin að vera, sem tekur af einstaklingunum eftir mismunandi efnahag í sameiginlegan sjóð, ríkissjóðinn, og af þessum sameiginlega sjóði er svo eftir atvikum úthlutað og ráðstafað á einn veg eða annan til þess að skapa grundvöll undir bættum kjörum almennings í heild.“

Jóhann Hafstein, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.

Ég kynntist Jóhann þegar ég var strákur í sveit á bæ sem hann kom oft á. Á þeim árum varð ég sjálfstæðismaður og hreifst af hugmyndum flokksins um athafna- og skoðanafrelsi samhliða umhyggju fyrir velferð almennings. Þá voru nokkrir athafnamenn burðarásar atvinnulífs um land allt, þeir veittu öðrum atvinnu með umsvifum sínum. Þeir skildu að starfsfólkið átti sinn þátt í velgengni þeirra og það var undantekning að þeir bærust á. Þeir voru flestir sannkallaðir heiðursmenn.

Vitfirringarnir sem á nokkrum síðustu árunum fyrir hrunið 2008 lögðu samfélagið á hliðina með græðgi sinn og heimsku eiga ekkert skylt við þessa heiðursmenn.

Spurningin er hvað varð um þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins. Eru þau ekki lengur í gildi?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: