- Advertisement -

Hvar standa sveitarfélögin gagnvart strandveiðikerfinu ?

Hér með óska ég eftir stuðningi og frumkvæði frá sveitarfélögum allt í kringum landið

 Vigfús Ásbjörnsson, formaður smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn, skrifar:

All flest sveitarfélög í kringum landið hafa afar fínar atvinnu og umhverfistefnur sem þau státa sig af á tyllidögum. All flest vilja þau efla hjá sér atvinnu og vera umhverfinu til sóma. Strandveiðarnar eru nefnilega hvort tveggja mjög atvinnuskapandi og umhverfisvænar veiðar og algjörlega í takti við þarfir samfélags manna á Íslandi. Samt hefur í gegnum tíðina varla heyrst hóst né stuna frá sveitarfélögum í kringum landið um eflingu strandveiða nema þá helst að sparkað sé í þau og þau grátbeðin um að taka undir með strandveiðisjómönnum um kröfur þeirra um eflingu og viðurkenningu á mikilvægi þess að efla þær.

Satt best að segja fer maður að efast um stefnur þeirra þegar svo augljóslega er hægt að efla atvinnu innan sveitarfélaganna svo um munar með auknum strandveiðum í sátt við móðir náttúru og í samspili við þær rætur og eðli flestra samfélaga í kringum landið sem lifa við sjóinn.

Hér með óska ég eftir stuðningi og frumkvæði frá sveitarfélögum allt í kringum landið í baráttu um eflingu strandveiða sem sannarlega er alvöru atvinnugrein í kringum landið sem skapar fleiri hundruð ef ekki þúsundir starfa þegar allt er talið. Þessar veiðar þarf að efla til þess að skapa en fleiri störf í sveitarfélögum allt í kringum Ísland í sátt við náttúru og samfélag manna. Vigfús Ásbjörnsson Formaður smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: