- Advertisement -

Hverjir mynda næstu ríkisstjórn?

Erfitt er að sjá að Miðflokkurinn hafi einhverja aðra möguleika á stjórnarþátttöku – nema þá að flokkurinn skeyti engu um þá skýru stefnu sem hann boðar.

Baldur og Felix.

Sá þessa fínu grein á Facebook. Hún er eftir Baldur og Felix. Kannski meiri Baldur en Felix. Baldur Þóhallsson er jú prófessor í stjórnmálafræði.

„Mestar líkur eru á að Samfylkingin, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn myndi næstu ríkisstjórn ef niðurstöður kosninganna verða eitthvað í líkingu við nýjustu skoðanakönnun Maskínu.

Barátta Framsóknar við Miðflokkinn

Höfundarnir, Baldur og Felix.

Í stjórnarandstöðu gæti Miðflokkurinn fest sig í sessi verði Framsóknarflokkurinn í næstu stjórn. Forysta Framsóknarflokksins mun standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun hvort fara eigi í ríkisstjórn með lítið fylgi eða reyna af styrkja stöðu flokksins í stjórnarandstöðu (en Framsókn getur bætt við sig fylgi á næstu dögum). Sagan segir okkur að Framsóknarmenn velja oftast sæti við ríkisstjórnarborðið.

Þeir gerðu það þó ekki eftir hrunið þrátt fyrir ítekuð boð um að ganga til liðs við vinstristjórnina 2009-2013. Þeir ætluðu ekki að brenna sig á hruninu og undirbjuggu vel ríkisstjórnarþátttöku eftir tiltektina.

Mið hægri stjórn

Mið hægri stjórn er samt enn möguleiki í stöðunni ef flokkarnir bæta örlitlu fylgi við sig, það er Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Framsóknarflokkurinn. Það verður hins vegar ekki auðvelt fyrir þá að ná saman um málefni og menn.

Erfitt er að sjá að Miðflokkurinn hafi einhverja aðra möguleika á stjórnarþátttöku – nema þá að flokkurinn skeyti engu um þá skýru stefnu sem hann boðar.

Naflaskoðun Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn er farsælasti flokkur landsins þegar kemur að stjórnarþátttöku. Það eitt að flokkurinn hafi verið samfleytt í ríkisstjórn frá 2013 og þar á undan frá 1991 til 2009 er afrek.

…þarf hann af fara í naflaskoðun í stjórnarandstöðu.

Nú blasir við að ef flokkurinn ætlar að halda yfirburðastöðu sinni í íslenskum stjórnmálum þarf hann af fara í naflaskoðun í stjórnarandstöðu. Það er að minnsta kosti auðveldasta leið flokksins til að ná aftur fylginu sem nú streymir frá flokknum bæði til hægri og vinstri, það er Miðflokks og Viðreisnar.

En sagan kennir okkur líka að Sjálfstæðismenn yfirgefa ekki stjórnarráðið átakalaust og eru góðir að ná sínu fram í stjórnarmyndunarviðræðum.

Viðreisn og hægrið

Viðreisn fer varla aftur í stjórn með Sjálfstæðisflokknum að þessu sinni – þó að hjartað slái augljóslega til hægri. Það myndi endanlega festa Viðreisn við Sjálfstæðisflokkinn og gæti á einni nóttu þurkað út miðju fylgi flokksins.

Tækifæri Flokks fólksins

Það eru tækifæri í stöðunni fyrir Flokk fólksins ef að hann er tilbúinn að slá af kröfum sínum í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn verður áfram áhrifalaus um stjórn landsins sé hann ekki tilbúinn til þess.

Sósíalistar og sökkvandi skip

…hvort að Sósíalistaflokkurinn muni taka við af Vinstri grænum…

Hinar stóru spurningarnar eru hvort að Sósíalistaflokkurinn muni taka við af Vinstri grænum sem helsti vinstriflokkurinn á þingi og hvort að dagar Pírata á þingi séu taldir.

Detti Píratar og VG út af Alþingi gæti það styrkt stöðu Samfylkingarinnar á komandi kjörtímabili og árum.

Spennandi kosningar

Annars stendur þetta augljóslega uppúr í könnuninni nú þegar rétt rúm vika er til kosninga:

Stjórnarflokkarnir ná sér ekki á strik. Fylgi þeirra er sögulega lágt.

Samfylkingin fær mikilvægan byr í seglin eftir erfiðar vikur.

Viðreisn er enn á flugi.

Þessar kosningar eru gríðarlega spennandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: