- Advertisement -

Hvernig má það vera?

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrum þingmaður skrifaði þessa grein.

Er aðeins að spá. Á heimasíðu ríkisendurskoðunar (RE) má (réttilega) lesa eftirfarandi: „Samkvæmt 9. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, ber stjórnmálasamtökum að skila ársreikningi fyrir 1. nóvember ár hvert ár til ríkisendurskoðanda og skal hann, eins fljótt og unnt er, birta móttekna ársreikninga. Bent er á að skilaskyld eru stjórnmálasamtök, eins og þau eru skilgreind í lögunum, það er flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna.“

Nú hefur verið bent á það að Flokkur fólksins sé ekki skráður sem stjórnmálasamtök heldur félagasamtök og því ekki hægt að afgreiða fjárveitingar til samtakanna skv. ofangreindum lögum (þrátt fyrir að það hafi verið gert árlega frá stofnun).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvernig má það vera að ríkisendurskoðun hafi ekki flaggað þessu? Ég veit að RE bendir flokkum á ef fjárstuðningur sem tengist sömu kennitölu fer yfir leyfilega viðmiðunarfjárhæð, til dæmis ef viðkomandi hefur stutt flokkinn og svo til dæmis söfnun aðildarfélags á staðnum.

En embættið virðist ekki taka eftir félagaformi stjórnmálahreyfingarinnar sem verið er að rannsaka hjá embættinu? Er það ekki ögn sérstakt?

(Viðbót: Ég er ekki að skjóta Flokk fólksins heldur að benda á að enginn gerði athugasemd við þetta fyrr en, að því er virðist, Mogginn fór af stað. Þá allt í einu er fjárstuðningur óheimill. Hvar var embættismaður ríkisins í öll þessi ár?)


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: