- Advertisement -

Hvetur ríkisstjórnina til að segja satt

Styrmir Gunnarsson:
Þeir eiga ekki að falla í þá freistni að tala við kjós­end­ur eins og allt sé í stak­asta lagi.

Styrmir Gunnarsson skrifar, að venju, í laugardagsmoggann. Hann reynir að vekja ríkisstjórnina:

„Eins og nú horf­ir eru all­ar lík­ur á því að næstu þing­kosn­ing­ar, hvort sem þær verða að vori eða hausti á næsta ári, fari fram í skugga þeirr­ar efna­hags­lægðar, sem að okk­ur sæk­ir. Það er hefðbundið að slík­ar aðstæður eru erfiðar fyr­ir þá flokka sem sitja í rík­is­stjórn á slík­um tím­um.

Það er nauðsyn­legt fyr­ir nú­ver­andi stjórn­ar­flokkaa að átta sig á þess­ari stöðu strax. Þeir eiga ekki að falla í þá freistni að tala við kjós­end­ur eins og allt sé í stak­asta lagi. Þeir eiga þvert á móti að út­skýra fyr­ir þjóðinni þá erfiðleika, sem kunna að vera framundan og hvað hægt er að gera til þess að draga úr þeim.“ Ljóst er að ritstjórinn fyrrverandi hvetur ríkisstjórnina til að leggja af alla feluleiki og segja nú satt og rétt frá.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: