- Advertisement -

Instagram-pólitík

Þórdís K. R. Gylfadóttir, er að flestu leyti pólitískt spurningarmerki.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Fyrir fram mátti búast við því að landinn sem margur hafði misstigið sig óþægilega varðandi 2 metra-regluna á ölstofum landsins, gerði ekki mikið mál úr því þó svo að góðglaður ráðherra gerði slíkt og hið sama.

Vissulega þá hafa svör Þórdísar Kolbrúnar um málið verið á köflum klaufaleg og betra hefði verið að ganga hreint til verks og biðjast einfaldlega afsökunar, í stað að hleypa af stað einhverri þvælinni umræðu um málið. Einna verst við eftirleik gleðinnar var að gera sóttvarnarlækni þann óleik að blanda honum inn í málsvörnina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sem mér finnst vera umhugsunarefni er að sú viðkunnanlega manneskja Þórdís K. R. Gylfadóttir, er að flestu leyti pólitískt spurningarmerki. Hún skautar frítt um, án þess að þurfa skýra út hvert stefni og þarf sjaldnast að standa reikningsskil á afstöðu sinni. Þetta á m.a. við um; sæstrenginn og þriðja orkupakkann og ekki hefur hún lagt með sér veigamikil rök við þá ákvörðun sína að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hvað þá útskýrt fyrir fólki hvað taki við.

Í Norðvestur kjördæminu, hefur hún aðgerðalaus á samráðherra sinn veita grásleppukörlum m.a. á Akranesi, þung högg, byggða útreikningum, sem Hafró hefur gengist við að hafi verið rangir og líffræðilegum forsendum sem þola enga skoðun.

Varla er hægt að færa nokkur rök fyrir Þórdís K. R. Gylfadóttir hafi komist til áhrifa innan Sjálfstæðisflokksins vegna baráttu sinnar fyrir hugsjónum flokksins á opinberum vettvangi. Leiðin lá miklu frekar í gegnum störf á vegum flokksins, en þyngst vó að lokum stuðningur núverandi formanns flokksins. Líklegt er að slyngur formaðurinn hafi haft í huga að bæta laskaða ímynd og ásýnd Sjálfstæðisflokksins.

Ímyndarpólitík þar sem áherslan er sett á fallega Instagram-áferð og sneitt er hjá álita- og átakamálum er ágæt – en getur samt greinilega farið út í öfgar eins og dæmið sýnir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: