- Advertisement -

Ísland og Namibía, hver er munurinn?

Strandveiðisjómenn og grásleppukarlar eru meira en ósáttir við ákvarðanir Kristjáns Þórs Júlíussonar og þeim þykir sem hann dragi um of taum vinar síns Þorsteins Más Baldvinssonar í Samherja. Og þá um leið annarra eigenda stórútgerða. Á kostnað þeirra minni. Mörg dæmi um þessa gagnrýni er að finna á Miðjunni.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, skrifar langa grein í Moggann í dag. Þar segir á einum stað:

„Þetta ger­ir ráðherra kleift að nota kvót­ann sem vald­beit­ing­ar­tæki gegn út­gerðunum. Því er ekki hægt að treysta á að hægt sé að starf­rækja út­gerð til langs tíma án þess að vera í góðu sam­bandi við ráðherra.“ Það má öll­um vera ljóst að þessi fram­kvæmd stenst ekki kröf­ur rétt­ar­rík­is eða stjórn­ar­skrár. Geðþótta­vald á hér bless­un­ar­lega hvergi heima.“

Best er að geta þess að Heiðrún Lind er að fjalla þarna um skýrslu Hagfræðastofnunar og þar er þennan texta að finna og hann á við Namibíu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þar í landi ákveður ráðherra afla­mark hverr­ar teg­und­ar og út­hlut­ar kvóta eft­ir henti­semi,“ skrifar Heiðrún Lind. Ekki er hægt að sjá svo mikinn mun á hvernig þessu er stjórnað hér og þar. Íslenski ráðherrann stjórnar með reglugerðum. Alþingi kemur hvergi að. Bara ráðherrann. Svona er nú það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: