- Advertisement -

Íslendingar eru styrkjakóngar Evrópu

Fyrir hverja evru sem lögð er til koma rúmlega tvær evrur til baka.

„Þátttaka Íslands í rannsókna- og nýsköpunaráætlunum Evrópusambandsins er til komin vegna EES-samningsins. Árangur okkar í því samstarfi er umfangsmikill. Hann er góður í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir og fjárhagslegt umfang þátttökunnar hefur aukist í takt við stækkandi áætlanir á hverju tímabili. Þannig er fjárhagslegur ávinningur Íslands af þátttökunni mun meiri en það sem lagt er til áætlunarinnar, þ.e. fyrir hverja evru sem lögð er til koma rúmlega tvær evrur til baka. Styrkveitingar á hvern íbúa eru líka hæstar á Íslandi og munar þar umtalsverðu.“

Þetta sagði Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki á Alþingi í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hver af öðrum, verja EES-samninginn.

„Ég tel fulla ástæðu til að hvetja íslenskt rannsókna- og vísindasamfélagið áfram í því að taka þátt í samstarfssamningi og samkeppnisáætlunum Evrópusambandsins því að það skiptir okkur mjög miklu máli til framtíðar,“ sagði Bryndís.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bryndís sagði jafnframt: „Hagvöxtur og velferð framtíðarinnar byggir á rannsóknum, vísindastarfi og nýsköpun dagsins í dag. Erlent samstarf er öllum löndum mikilvægt en algjörlega lífsnauðsynlegt fyrir litla eyríkið Ísland. Aðgangur að erlendum mörkuðum er okkur mikilvægur en ekki síður samstarf um fjárfestingar, rannsóknir og nýsköpun. Þess vegna er mikilvægt að stuðla að umfangsmiklu samstarfi og tengslaneti alþjóðlega en slíkt styrkir samkeppnisstöðu landsins.“

Hún minntist aldarfjórðungsafmælið EES:

„Á 25 ára afmælisári EES-samningsins er því ekki úr vegi að minna okkur á mismunandi kosti þess samnings. Einn af þeim kostum er án efa aðgangur Íslands að rannsóknarfjármagni í alþjóðlegri samkeppni á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Árangur okkar í alþjóðlegum samkeppnissjóðum er mikilvægur prófsteinn á getu innlendra aðila og er árangurinn hjá okkur mjög góður í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Fjármagn til íslenskra aðila er alls ekki eini mælikvarðinn, þótt mikilvægur sé, heldur er ávinningurinn margs konar.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: