- Advertisement -

Íslenskir sjómenn hafðir á hálfum hlut

Rann­sakað verði hvort út­gerðar­menn séu kján­ar.

„Sjó­manna­fé­lag Íslands og Sjó­manna- og vélstjórafélag Grinda­vík­ur sendu í gær frá sér álykt­an­ir aðal­funda fé­lag­anna þar sem þess er kraf­ist að fram fari ít­ar­leg rann­sókn á verðmynd­un mak­ríls á ár­un­um 2012 til 2018,“ segir í frétt á Mogganum.

Þar segir einnig: „Full­yrt er að tekj­ur út­gerðarfyr­ir­tækja gætu verið tvö­falt hærri ef miðað væri við heims­markaðsverð. Rann­sakað verði hvort út­gerðar­menn séu kján­ar sem ekki leiti eft­ir besta verði og verði þannig ár­lega af tug milljarða króna tekj­um af mak­ríl. Spurt er hvort til­gang­ur­inn sé að lækka laun sjó­manna og kom­ast hjá skatt­greiðslum.“

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir skoðun standa yfir og segir í fréttinni: „Ég von­ast til að við get­um fengið niður­stöður fljót­lega á þessu ári. Von­andi mun hún leiða í ljós skýr­ing­ar á þeim verðmun sem hef­ur verið í umræðunni hér á landi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir í Mogganum um sölu íslenskra fyrirtækja á sölu afurða til útlanda: „Ég veit ekki til þess að þau hafi á sín­um snær­um er­lend sölu­fyr­ir­tæki og taki þar út óeðli­leg­an hagnað, eins og ásak­an­ir eru um.“

Heiðrún Lind hefur áður stigið út á þetta hála svell og rann þá beint á höfuðið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: