- Advertisement -

Jón skammast við eigin flokk

Jón Gunnarsson:

Einnig verður að hafa í huga hvað fangelsismálayfirvöld hafa fengið í fangið; miklu lengri dóma, fleiri dóma og gríðarlega aukinn fjölda í gæsluvarðhaldi.

„Það hefur verið mikill og viðvarandi rekstrarvandi. Ég setti greiningarvinnu af stað strax í byrjun ársins, réði utanaðkomandi aðila til að skoða með fangelsisyfirvöldum hvað við gætum gert betur í rekstrinum, hvernig við stæðum, hver framtíðarsýnin gæti orðið í þessum málum og hvert við ættum að stefna,“ sagði dómsmálaráðherrann Jón Gunnarsson á Alþingi, talandi um ófremdarástand í fanelsum landsins.

Sem kunnugt er eru bæði dómsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytinu nánast þinglýstar eignir Sjálfstæðisflokksins. Svo lengi hefur flokkurinn stýrt þessum ráðuneytum.

„Á grundvelli þess hef ég getað lagt fram þessar tillögur til fjármálaráðherra fyrir aðra umræðu fjárlaga sem nú hefur verið svarað í tillögum hans. Þær munu auðvitað gjörbreyta aðstöðunni hjá okkur. Einnig verður að hafa í huga hvað fangelsismálayfirvöld hafa fengið í fangið; miklu lengri dóma, fleiri dóma og gríðarlega aukinn fjölda í gæsluvarðhaldi, eitthvað sem var kannski ekki alveg fyrirséð og hefur að því leyti þyngt róðurinn mjög mikið. Starfshópur var að fara yfir aðgerðir og koma með tillögur til styttingar á boðunarlista, verið er að vinna í þeim og þá náum við á grundvelli þessa aukna fjármagns að fjölga fangavörðum og nýta fangelsin betur. Það mun auðvitað hjálpa okkur mjög mikið í þessum efnum,“ sagði Jón Gunnarsson.

Miðað við orð ráðherrans má segja að hann sé í einkum að skammast við dugleysi ráðherra Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: