- Advertisement -

JÞÓ: Barnafjandsamleg tillaga formanns Sambands sveitarfélaga

Það er ekki gott fyrir velferð barna sem okkur er skylt að vernda.

„Forseti hvetur til þess að menn gæti hófs í orðanotkun, sérstaklega um fjarstadda aðila sem ekki geta svarað hér fyrir sig.“ Mynd: N4

„Hvað er best fyrir velferð barnsins í þessu máli? Verkfall er það ekki. Sú barnfjandsamlega tillaga að setja lögbann á verkfall fátækasta fólk landsins og þar af leiðandi fátæk börn landsins er barnfjandsamleg. Hún er ekki í boði.“

Þetta sagði Jón Þór Ólafsson Pírati á Alþingi í dag vegna vilja Sambands sveitarfélaga að Alþingi stöðvi verkfall Eflingarfólks með lagasetningu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Menn geta reynt að vera með hótanir um að senda svoleiðis hingað inn en ég trúi ekki að ríkisstjórnin myndi setja það á dagskrá. Ef hún gerði það væri minnsta mál að safna liðsinni hér á þingi til að stöðva slíkt. Það er ekki í boði. Það er ekki gott fyrir velferð barna sem okkur er skylt að vernda og sveitarfélögunum er líka skylt að vernda. Hvað er í boði? Við höfum fordæmi úr Reykjavík þar sem velferðarsamningar við Eflingu tryggðu lægst launaða fólki sveitarfélagsins mjög ríflega og ásættanlega launahækkun og styttu vinnuviku þeirra, sem styrkir að börn geti átt í samskiptum við foreldra sína. Það er eina leiðin í þessu máli sem tryggir velferð barna. Háttvirtur formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að draga þessa duldu hótun til baka og skammast sín,“ sagði Jón Þór Ólafsson.

Forseta Alþings virðist hafa verið nóg boðið:

„Forseti hvetur til þess að menn gæti hófs í orðanotkun, sérstaklega um fjarstadda aðila sem ekki geta svarað hér fyrir sig.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: