- Advertisement -

Tímafrek barátta við stjórnkerfið

Á sama tíma er Matís að hundelta frumkvöðul á Norðurlandi.

„Barátta einstaklinga og fyrirtækja við stjórnkerfið tekur á sig ýmsar myndir. Í kjördæmavikunni heimsóttum við fyrirtæki suður á Reykjanesi sem stunda landeldi á bleikju,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki og bætti við:

Engeyingar lágu undir grun um að eiga 2% eða svo í fyrirtækinu.

„Þetta fyrirtæki var hér til umræðu fyrir nokkrum árum þegar það var í startholunum af því að svo vildi til að hinir hræðilegu Engeyingar lágu undir grun um að eiga 2% eða svo í fyrirtækinu og vinstri hluti þessarar málstofu stóð á öndinni yfir því að þetta fyrirtæki ætti að fá ívilnanir. En nú er fyrirtækið sem sagt orðið framleiðandi að tæplega 3.000 tonnum af bleikju og regnbogasilungi og hyggur á tvöföldun á starfsemi sinni. Þetta er mjög umhverfisvæn starfsemi og endurvinnur m.a. 75% af öllu vatni sem er notað. Það tekur þetta fyrirtæki þrjú og hálft ár að fá að stækka, þ.e. að fá leyfi til þess. Leyfin eru á þremur stöðum; hjá Skipulagsstofnun, hjá Umhverfisstofnun og hjá Matvælastofnun. Skipulagsstofnun tekur eitt og hálft ár. Umhverfisstofnun tekur sex mánuði og síðan kemur að lapsusi, sem við sem hér erum berum ábyrgð á: Það þarf að auglýsa starfsleyfi og rekstrarleyfi á sama tíma en rekstrarleyfið er hjá Matís og það tekur tvö til tvö og hálft ár að fá slíkt leyfi. Það þýðir að þetta fyrirtæki sem er að stækka, þetta er ekki nýframkvæmd, þarf að bíða í þrjú og hálft ár bara til að reyna að ná sér í fjárfesta og halda áfram.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er óþolandi.

Á sama tíma er Matvælastofnun að hundelta frumkvöðul á Norðurlandi sem hefur unnið sér það til saka að vera með nokkrar bleikjur í tjörn á landareign sinni þar sem hann rekur fyrirtæki sem tilheyrir eiginlega Beint frá býli og tilheyrir því ekki Matvælastofnun. Fyrir nokkrar bleikjur á hann að borga 500.000 kr. í ríkissjóð. Dýr myndi hver sporður. Að öðru leyti hefur honum verið gert að tæma tjörnina nú þegar. Það er dálítið umhent af því að hún er undir ís. Nú ætlar stofnunin að mæta væntanlega með dínamít til að taka þessar heimilsbleikjur úr umferð.

Hver er forgangsröðun þessarar stofnunar sem bíður í tvö og hálft ár með stórfyrirtæki en eyðir tíma í það að elta nokkrar lækjarlontur norður í landi? Þetta er óþolandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: