- Advertisement -

Katrín styður hvalveiðibann Svandísar

eyjan.is birti þessa frétt fyrir skömmu: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, samþykkti fyrir fram þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva tímabundið hvalveiðar, sem tilkynnt var á ríkisstjórnarfundi 20. júní síðastliðinn, degi áður en hvalveiðar áttu að hefjast hér við land.

Eyjan sendi forsætisráðherra fyrirspurn um málið í síðustu viku. Fyrirspurnin var svohljóðandi:

  • Hafði matvælaráðherra samráð við forsætisráðherra áður en hún tilkynnti um tímabundna stöðvun hvalveiða eða hafði forsætisráðherra vitneskju um þessa ákvörðun fyrir fram?
  • Hver er afstaða forsætisráðherra til þessarar ákvörðunar matvælaráðherra og upplýsti hún matvælaráðherra um sína afstöðu áður en ákvörðunin var tilkynnt?

Eftirfarandi svar hefur nú borist frá forsætisráðuneytinu:

„Ég styð ráðherrann eindregið í viðbrögðum sínum enda er álit fagráðsins mjög afgerandi.“

Matvælaráðherra upplýsti ríkisstjórnina á ríkisstjórnarfundi þann 20. júní sl. um reglugerðarsetningu sína um að fresta upphafi hvalveiðivertíðar. Daginn áður upplýsti matvælaráðherra forsætisráðherra um þessa ráðstöfun og að hún myndi taka málið upp við ríkisstjórn. Með henni brást matvælaráðherra við áliti fagráðs um dýravelferð sem starfar samkvæmt lögum nr. 55/2013 um velferð dýra og hafði tekið veiðarnar til skoðunar í kjölfar rannsóknar MAST á aðferðafræði hvalveiða.“

Ég styð ráðherrann eindregið í viðbrögðum sínum enda er álit fagráðsins mjög afgerandi,“ segir Katrín Jakobsdóttir í svari til Eyjunnar.

Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að umboðsmaður Alþingis krefji matvælaráðherra svara við ýmsum spurningum varðandi hvalveiðibannið sem sett var með reglugerð 20. júní síðastliðinn og bendi þar á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem í eðli sínu er stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem stjórnsýslulög mæla fyrir um.

Umboðsmaður vísar til þess að í minnisblaði frá skrifstofu sjálfbærni í ráðuneytinu í aðdraganda reglugerðarsetningarinnar sé lagt til að samráð verði haft við Hval hf. áður en til reglugerðarsetningar um veiðar á langreyði komi til þar sem hún varði hagsmuni fyrirtækisins. Óskað er eftir afstöðu ráðherra til þess sjónarmiðs Hvals hf. að reglugerðin sé íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem hefði átt að fylgja fyrirmælum stjórnsýslulaga og hvort það samræmist óskráðum reglum stjórnsýsluréttar að gefa ekki kost á andmælum.

Hann segir að ef niðurstaðan verði sú að ákvörðun ráðuneytisins byggist ekki á löglegum grunni sé ljóst að allar aðgerðir ráðuneytisins í málinu kunni að komast í ákveðið lögfræðilegt uppnám.

Morgunblaðið vitnar í Stefán A. Svensson, hæstaréttarlögmann, sem gætir hagsmuna Hvals hr. í málinu. Hann segir að ef niðurstaðan verði sú að ákvörðun ráðuneytisins byggist ekki á löglegum grunni sé ljóst að allar aðgerðir ráðuneytisins í málinu kunni að komast í ákveðið lögfræðilegt uppnám.

Ljóst er af spurningum umboðsmanns og vísan hans í minnisblað skrifstofu um sjálfbærni að hann telur vafasamt að ákvörðun matvælaráðherra standist stjórnsýslulög þar sem hún var íþyngjandi fyrir Hval hf. Hann bendir á að atvinnustarfsemi samkvæmt opinberu leyfi eins og hvalveiðar kunni að skapa réttmætar væntingar leyfishafa til að halda áfram starfsemi sinni á meðan hann uppfyllir rétt skilyrði. Einnig kunni fjárhagslegir hagsmunir sem veiðunum tengist að njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.

Af svari forsætisráðuneytisins og forsætisráðherra við fyrirspurn Eyjunnar er ljóst að hin umdeilda ákvörðun matvælaráðherra var með fyrir fram vitund og samþykki forsætisráðherra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: