- Advertisement -

Kemur söltunar- og snjóruðningsgjald?

Gunnar Smári skrifar:

Hvernig gerðist það að sorphirða hætti að vera hluti af verkefnum sveitarfélaga sem borgarar og fyrirtæki greiða fyrir með sköttum. Sérstakt gjald á stórfyrirtæki, mestu sóðanna, er réttlætanlegt en að markaðsvæða sjálfsagða grunnþjónustu (svo seinna megi fyrirtækjavæða stofnanir svo hægt sé að einkavæða þær) er fullkomlegur óþarfi og til óþurftar. Hvað næst? Kemur söltunar- og snjóruðningsgjald?

Það fyndna er að þeir flokkar sem spruttu úr sósíalískri verkalýðsbaráttu síðustu aldar, en hafa gleymt uppruna sínum, styðja þessa þróun. Þeir telja sig fá vönd yfir almenningi, sem búa eigi til kostnaðarvitund sorphendara (eins og kratar boðuðu að kostnaðarvitund sjúklinga yrði að vera grunnur allrar heilbrigðisþjónustu og yfirgáfu gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir gjaldtöku í allri opinberri þjónustu).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: