- Advertisement -

Enginn á að þurfa að búa við heimilisleysi eða óöruggar aðstæður

Það er nauðsynlegt að félagslegu kerfin okkar grípi fólk í neyð.

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar:

Tillaga sósíalista um stofnun neyðarhúsnæðis sem var lögð fram snemma í júlí, var nú í dag vísað inn í stýrihóp um mótun heildstæðrar velferðarstefnu.Hér má lesa tillöguna í heild sinni: Það er nauðsynlegt að félagslegu kerfin okkar grípi fólk í neyð og því er lagt til að Reykjavíkurborg komi á fót neyðarhúsnæði ætlað að mæta þörfum þeirra sem hafa í engin hús að venda ef áföll ríða yfir. Almennt félagslegt húsnæðiskerfi borgarinnar er ætlað að mæta þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrðar og lágra launa. Ef einstaklingur eða fjölskylda lendir í erfiðum aðstæðum og er skyndilega án húsnæðis, þá er í raun ekkert innan Reykjavíkurborgar sem viðkomandi getur leitað í sem líkist heimili.

Hér er lagt til að Reykjavíkurborg leiti t.a.m. til þeirra sem eiga íbúðahótel í borginni með það að markmiði að þau verði opnuð til þess að hýsa þau sem nú eru húsnæðislaus, íbúum að kostnaðarlausu. Þá verði það húsnæði einnig í boði fyrir þau í Reykjavík, sem búa við aðstæður sem teljast geta hættulegar og hafa ekkert annað að leita t.a.m. vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Velferðarsviði verði falið að leiða viðræður við eigendur húsnæðis sem geta hentað. Þá verði velferðarsviði einnig falið að tryggja að þau sem eru nú í ótryggu húsnæði í Reykjavíkurborg geti komist í tryggt húsnæði undir þessu úrræði þangað til að langtímalausn er fyrir hendi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: