- Advertisement -

Heimdallur skorar á borgarstjórn

„Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, skorar á borgarstjórn að samþykkja tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um bætt loftgæði í Reykjavík enda 60 ótímabær dauðsföll á ári af völdum svifryksmengunar. Sem er með öllu óásættanlegt.

Þann 4. september 2018 samþykkti borgarstjórn að svifryk fari ekki yfir heilsuverndarmörk. Síðan þá hefur magn svifryks í Reykjavík farið a.m.k. 25 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Megin efnisdrög tillögunnar snúa að því að bæta loftgæði í borginni og fylgja eftir þeim markmiðum sem að borgarstjórn hefur sett sér í að draga úr óhóflegu magni svifryks í Reykjavík. Tillagan er þríþætt;

Í fyrsta lagi að auka þrif á götum borgarinnar. Ljóst er að þrif í borgunum sem við viljum bera okkur saman við eru mun metnaðarfyllri en hjá Reykjavíkurborg. Til samanburðar má nefna að miðborg Óslóar er þrifinn einu sinni á sólarhring á meðan miðborg Reykjavíkurborgar er þrifin mun sjaldnar. Auk þess eru stofnbrautir þrifnar tvisvar í mánuði í Ósló á meðan í Reykjavík eru þær þrifnar tvisvar til þrisvar á ári.

Í öðru lagi að auka viðbragðstíma snjómoksturs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í þriðja lagi er lagt til að þeir sem ekki notast við nagladekk fái afslátt af stöðugjöldum í gjaldskyldum stæðum borgarinnar.

Áætla má að árlega látast sextíu manns á Íslandi sökum svifryksmengunar og því ljóst að málið er brýnt. Með því að samþykkja tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins er fyrsta skrefið tekið í að framfylgja þeim markmiðum sem að borgarstjórn setti sér fyrir rúmlega tveimur árum.“

Með bestu kveðjum,

Magnús Benediktsson f.h stjórnar Heimdallar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: