- Advertisement -

Kínverjar skekja markaðinn

Atvinnuvegir Offramleiðsla Kínverja á áli hefur orðið til þess að verð  á áli hefur lækkað um þrjátíu prósent á þessu ári. Þetta sagði Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, í samtali við mbl.is.

Að sögn Pét­urs, segir í fréttinni, eru or­sak­irn­ar fyr­ir því fyrst og fremst of­fram­leiðsla í Kína og vax­andi út­flutn­ing­ur þaðan sem hafi hægt á efna­hags­vext­in­um. „Á móti hafa Kín­verj­ar ekki dregið úr fram­leiðslu og fyr­ir vikið hef­ur mynd­ast þrýst­ing­ur á út­flutn­ing. Það sem er já­kvætt er að það er ört vax­andi eft­ir­spurn í heim­in­um eft­ir áli,“ sagði Pét­ur.

Pétur sagði ástæðuna fyr­ir því vera að ál er notað í æ rík­ari mæli í sam­göngu­tæki, ekki síst bif­reiðar. Þar er verið að mæta kröfu stjórn­valda, ekki síst á Vest­ur­lönd­um, um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda með því að létta bíla­flot­ann.

„Álverið í Straums­vík skilaði um 400 millj­óna hagnaði fyr­ir skatta á síðasta ári, sem er 0,3% arðsemi eig­in fjár. Fram hef­ur komið að það sé óviðun­andi arðsemi að mati Rio Tinto á Íslandi. Á síðustu árum hafi því verið ráðist í aðhaldsaðgerðir og starfs­mönn­um í Straums­vík m.a. fækkað um í kring­um 100 manns,“ segir í frétt mbl.is.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar harðnar á daln­um og ál­verð lækk­ar er óhjá­kvæmi­legt að það hafi áhrif á rekst­ur ál­vera víða um heim,“ seg­ir Pét­ur. „Álverð hef­ur lækkað um 30 pró­sent frá ára­mót­um. Slík lækk­un hef­ur auðvitað áhrif og dæmi eru um að óhag­kvæm­um rekstr­arein­ing­um sé lokað. Auðvitað skipt­ir sam­keppn­is­hæfn­in máli.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: