- Advertisement -

Kjarkleysi og aumingjaskapur

Þegar fyrir liggja sannanir um vinargreiða, aðstöðubrask og öskrandi spillingu Bjarna Ben og Jóns Gunnarssonar.

Jóhann Hauksson.

Jóhann Hauksson skrifaði:

Rosalega er Fréttastofa RÚV bitlaus, kjarklaus og þar með léleg. Ég hélt ekki að ég ætti eftir að segja þetta um vinnustaðinn sem ól mig upp sem blaða/fréttamann.

Afhjúpun fjölmiðla í Vintris-málinu urðu til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þv forsætisráðherra varð að segja af sér. Þar var reynt að gera vinnubrögð blaðamanna tortryggileg og að aðalatriði málsins, m.a. af RÚV. Þetta heitir að afvegaleiða almenning.

Brot BB urðu aukaatriði.

Þegar annar forsætisráðherra Bjarni Benediktsson braut reglur sem hann hafði sjálfur átt þátt í að setja um Covid, fjallaði RÚV um það hvernig upptökur eða önnur gögn láku frá lögreglunni til fjölmiðla. Brot BB urðu aukaatriði. Forsætisráðherra Noregs sagði af sér fyrir svipaðar sakir.

Kjarklausa RÚV, með sannanir í höndum, bognar bara og skelfur.

Afvegaleiðir almenning.

Þegar fyrir liggja sannanir um vinargreiða, aðstöðubrask og öskrandi spillingu Bjarna Ben og Jóns Gunnarssonar er eitthvert meint ALRÆMT fyrirtæki í fyrirsögnum fréttastofu og Silfri í stað þess að horfa ögn framhjá uppruna upplýsinganna en einbeita sér að innihaldi þeirra.

Kjarkleysi og aumingjaskapur.

Sambærileg fyrirtæki voru ekki sérstaklega ALRÆMD þegar þau voru ráðin eftir bankaahrun til þess að feta slóð peninga sem stolið hafði verið úr bönkunum. Ráðin til verka af slitsstjórnum bankanna.

Jónas Kristjánsson heitinn ritstjórni birti eitt sinn siðareglur blaðamanna sem eru í raun afrakstur tveggja alda starfsemi þeirra. RÚV hefur kannski lært þær en hefur ekki kjark til að fylgja sannleikanum eftir heldur er staðið að því að þyrla upp moldviðri þar til hann hverfur almenningi sjónum.

Þær eru svona:

  • „Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst:
  • 1. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann.
  • 2. Hollusta hennar er við borgarana.
  • 3. Eðli hennar er leit að staðfestingum.
  • 4. Hún er sjálfstæð gagnvart þeim, sem fjallað er um.
  • 5. Hún er óháður vaktari valdsins.
  • 6. Hún er torg gagnrýni og málamiðlana.
  • 7. Hún reynir að gera það mikilvæga áhugavert og viðeigandi.
  • 8. Hún er víðtæk og í réttum hlutföllum.
  • 9. Hún má beita eigin samvisku.“

Fréttamenn RÚV: Herðið upp hugann og bætið ráð ykkar!

  • „Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst:
  • 1. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann.
  • 2. Hollusta hennar er við borgarana.
  • 3. Eðli hennar er leit að staðfestingum.
  • 4. Hún er sjálfstæð gagnvart þeim, sem fjallað er um.
  • 5. Hún er óháður vaktari valdsins.
  • 6. Hún er torg gagnrýni og málamiðlana.
  • 7. Hún reynir að gera það mikilvæga áhugavert og viðeigandi.
  • 8. Hún er víðtæk og í réttum hlutföllum.
  • 9. Hún má beita eigin samvisku.“




Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: