- Advertisement -

Kolbrún sögð hrauna yfir Fréttablaðið í leiðara blaðsins

Blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir á Fréttablaðinu virðist gera lítið úr skoðanakönnun blaðsins og því að könnuninni hafi verið slegið upp sem forsíðufrétt. Fjölmiðlamennirnir Helgi Seljan og Þórður Snær Júlíusson reka báðir upp stór augu yfir nýjum leiðara Kolbrúnar, sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Í leiðara sínum gerir Kolbrún það að umtalsefni sínu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst með sögulega lágt fylgi í könnun blaðsins. Mældist flokkukrinn með 16 prósenta fylgi og voru niðurstöður könnunarinnar forsíðufrétt Fréttablaðsins þann daginn. Aðrir fjölmiðlar fjölluðu um könnunina og lágt fylgi Sjálfstæðismanna.

Í leiðaranum hefur Kolbrún meðal annars þetta að segja:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, furðar sig á skrifum Kolbrúnar sem heldur því í raun fram að könnun blaðsins sé ómarktæk:

„Leiðarahöfundur Fréttablaðsins heldur því fram að könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið sé vart marktæk. Og að skondið sé að henni, sem birtist fyrst á forsíðu Frettablaðsins, hafi verið slengt fram sem stórfrétt. Og leitað hafi verið til álitsgjafa til að túlka, í blaðinu. Ok.“

Og Helgi Seljan, blaðamaður Stundarinnar, tekukr í sama streng. „Kolbrún Bergþórsdóttir lýsir yfir og samþykkir vantraust á Fréttablaðið, í leiðara í Fréttablaðinu. Konseptið: „Að skammast út í eigin skoðanakönnun” er orðið til.“

Helgi Seljan er hissa á Kolbrúnu.

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: