- Advertisement -

Dagur líklega áfram borgarstjóri – Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að hrynja

Meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn halda velli og bæta við sig einum borgarfulltrúa. Að þessu gefnu er líklega að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri eftir kosningarnar. Samfylkingin er langstærsti flokkur borgarinnar með nærri 27 prósenta fylgi og sjö borgarfulltrúa.

Þetta kemur fram í nýrra könnun Fréttablaðsins sem Prósent gerði. Samkvæmt henni virðist Sjálfstæðisflokkurinn áfram í frjálsu falli og Píratar mælast nú stærri í Reykjavík með tæp 18 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 16 prósent en flokkurinn var með rúm 30 prósent í síðustu kosningum. Gangi þetta eftir missir Sjálstæðisflokkurinn fjóra af sínum átta fulltrúm í borgarstjórninni.

Í dag hefur Framsóknarflokkurinn engan borgarfullt´rúa en samkvæmt könnuninni næði flokkurinn inn þremur mönnum. Sósíalistar ná inn tveimur borgarfulltrúum. VG heldur sínum eina fulltrúa líkt og Flokkur fólksins og Viðreisn fer líka niður í einn borgarfulltrúa. Miðflokkurinn mælist ekki inni í borginni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: